Skoða dagskrá Janusar endurhæfingar, febrúar - apríl 2021 (lota 2) --- smella hér
Oftar en 1x í viku
HAM (Hugræn atferlismeðferð)
23.2.2021 – 8.4.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Þriðjudaginn 23. febrúar hefst námskeiðið HAM við kvíða og þunglyndi sem er 6 vikna námskeið sem verður á þriðjudögum og fimmtdögum. Boðið verður upp á vinnustofu á fimmtud. ef þátttakandi hefur verið fjarverandi auk frekari stuðnings við verkefni.
Í námskeiðinu kynnast þátttakendur kjarnahugmyndum um uppbyggingu HAM meðferðar og aðferðum í þeirri meðferð sem nýjustu rannsóknir styðja að virki við þunglyndi og kvíða. Í námskeiðinu kortleggja þáttakendur vandamál sín og setja sér markmið í samvinnu við námskeiðshaldara, unnið verður með virkni og neikvæðar hugsanir.
Markmið námskeiðsins er að auka færni til að kljást við meðaldjúpt og vægt þunglyndi og kvíða. Bæta almenna líðan, til að fyrirbyggja geðrænan vanda og viðhalda bata og kenna aðferðir sem stuðla að auknu geðheilbrigði.
- Þriðjud. og fimmtud. kl. 09:00-11:30 (4. hæð)
- HAM vinnustofa - fimmtudaga kl.13.00 - 14.00 (3. hæð Holtasóley)
Í námskeiðinu er krafa um virka þáttöku í tíma og að einstaklingar sinni krefjandi heimavinnu og vinni einstaklings og hópverkefni í tímum. Í námskeiðinu verða unnin HAM verkefni á ýmsa vegu og í samvinnu við aðrar fagstéttir innan Janusar endurhæfingar. Námskeiðið er ætlað að vera hagnýt meðferð og krefjandi en einnig er lagt upp með að hún sé á köflum skemmtileg, áhugaverð og lífleg.
Námskeiðið verður lokaður hópur og verður ekki hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Edda Rán, Lena og Salóme.
Hreyfing sem lífstíll
22.2.2021 – 8.4.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Mánudaginn 22. febrúar hefst námskeiðið Hreyfing sem lífsstíll í World Class Laugum í sal 4. Mikilvægt er að fara beint í og úr salnum og vera á réttum tíma. Sinna öllum þeim reglum sem World Class setur vegna smitvarna.
- Mánudaga kl. 9.50 – 10.50
- Fimmtudaga kl. 10.05 – 11.05
Námskeiðið er hóptímar undir handleiðslu sjúkraþjàlfara. Einstaklingsmiðaðar leiðbeiningar í æfingum ef þörf er á. Í tímunum er unnið með æfingar fyrir allan líkamann sem styrkja okkur inn í daglegt líf og bæta þolið. Lögð er áhersla á að allir mæti sér þar sem þeir eru staddir en séu jafnframt tilbúnir að prófa nýja hluti og ögra sér í æfingum.
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Agnes Ósk Snorradóttir og Kara Elvarsdóttir, sjúkraþjálfarar.
Núvitund
22.2.2021 – 9.4.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.
Mánudaginn 22. febrúar hefst námskeiðið Núvitund í Janusi endurhæfingu. Námskeiðið nær yfir átta vikna tímabil 3x í viku. Markmið námskeiðsins er að þjálfa færni í núvitund. Læra leiðir til þess að ná betri stjórn á hugsunum og fá innsýn í líðan sína.
Á miðvikudögum frá kl 13.30 – 15.00 verður fræðsla um núvitund og æfingar vikunnar kynntar, tíminn endar á núvitundaræfingum. Þar að auki verða núvitundaræfingar mánudögum kl. 11:30 -12:00 og föstudögum kl. 13:00- 13:30. Á námskeiðinu verður farið yfir grunntækni núvitundar og hvernig hægt er að flétta núvitund inn í daglegt líf.
- Mánudaga (æfingar) kl. 11.30-12.00
- Miðvikudaga (námskeið) kl. 13:30-14:00
- Föstudaga kl. (æfingar) 13.00-13.30
Mikilvægt er að þátttakendur skuldbindi sig til að sinna núvitundaræfingum á tímabilinu.
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager.
Umsjónarmaður námskeiðs er Sigríður Pétursdóttir.
Stuðningur í atvinnuleit
22.2.2021 – 6.4.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar sem eru farnir að huga að atvinnuleit.
Mánudaginn 22. febrúar hefst námskeiðið Stuðningur í atvinnuleit fyrir þátttakendur sem eru farnir að huga að atvinnuleit. Markmið námskeiðs er að aðstoða og undirbúa þátttakendur fyrir vinnumarkaðinn. Í námskeiðinu eru ólík verkefni unnin undir handleiðslu starfsmanna.
- Mánudaga kl. 13.00-14.00 (3. hæð, Holtasóley og tölvusvæði)
- Þriðjudaga kl. 11.00-12.00 (3. hæð, Holtasóley og tölvusvæði)
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Benjamín Júlíusson, Alma Rún Vignisdóttir og Anna Þóra Þórhallsdóttir.
Tálgun
23.2.2021 – 9.4.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Þriðjudaginn 23. febrúar hefst námskeiðið Tálgun. Á námskeiðinu verður farið yfir grunn í tálgun og öruggar aðferðir til tálgunar og meðhöndlunar viðar kenndar auk þess verður kennt að kljúfa og frágangur verkefna sem eykur líkur á langlífi gripa. Auk þess verður kennd brýning og viðhald hnífsins. Markmiðið er að búa til fallega og nytsama hluti, láta sköpunargleðina njóta sín og efla sjálfstraustið. Markmið námskeiðs er einnig að auka verkfærni og efla sjálfstraust með fjölbreyttri iðju.
- Þriðjudaga kl. 13.00-15.30
- Fimmtudaga kl. 13.00 - 15.30
- Föstudaga kl. 13.00 – 14.30
Í boði verður að gera nytsamlega hluti sem og skrautmuni. Þátttakandi má velja einn hlut af þeim sem hann framleiðir og eiga en aðrir fara á markað Janusar endurhæfingar. Vilji þátttakandi kaupa vöru sem framleidd er fyrir markaðinn borgar hann markaðsverð fyrir hana.
Á námskeiðinu verða ýmsir hlutir tálgaðir úr blautum viði en einnig unnið með þurran við. Þátttakendur fá leiðsögn í að ná tökum á sérstökum hnífsbrögðum með hárbeittum hnífum og tileinka sér rétta umgengni við bitverkfæri t.d. axir. Dæmi um verkefni sem byrjað er á: sleif, smjörhnífur, kökuprjónn. Að því loknu taka við ögn flóknari verkefni svo sem: fugl, saltbátur, skál, bolli, brauðbretti, sumarleikföng.
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samvinnu við tengiliði og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Halldór Bjarki Ipsen.
Gerum upp húsgögn
24.2.2021 – 8.4.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Miðvikudaginn 24. febrúar hefst námskeiðið Gerum upp húsgögn. Á námskeiðinu er endurnýting í hávegum höfð. Við tökum notuð húsgögn og gefum þeim „nýtt líf“ með því að mála í alls konar stíl og skrifa eða myndskreyta með alls konar stenslum og veggfóðri ef óskast. Þátttakendur velja sér húsgögn sem verða á námskeiðinu, stór eða smá, og fá að pússa eftir þörfum og leyfa sköpunargleðinni að njóta sín.
Vörurnar verða síðan seldar og mun allur ágóðinn af þeim renna í Styrktarsjóð Janusar endurhæfingar og nýtast þeim sem eru í fjárhagslegri neyð, sjá nánar á heimasíðu Janusar endurhæfingar.
- Miðvikudaga kl. 9.00 - 11.30 og kl. 13.00 - 15.30.
- Fimmtudaga kl. 9.00 – 11.30
Markmið námskeiðsins er að læra að endurnýja notuð eða veðruð húsgögn og á sama tíma leyfa listrænum hæfileikum þínum að blómstra. Einnig að skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra og virkja áhugahvöt hvers og eins og sköpunargleði.
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samvinnu við tengiliði og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Þórhildur Kristjánsdóttir og Halldór Bjarki Ipsen.
Gerum listmuni úr steypu
22.2.2021 – 5.4.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Mánudaginn 22. febrúar hefst námskeiðið Gerum listmuni úr steypu. Á námskeiðinu verða búnir til listmunir úr steypu. Þátttakendur fá að spreyta sig á að gera skálar, kindla eða ,,Tiki Torch“ og potta fyrir garðinn, vegglistaverk, og margt fleira.
Notast verður við box og form í nokkrum stærðum og gerðum og einnig þurrkuð blóm, lauf og blúndur við mynsturgerð.
Mánudaga kl. 9.00 - 11.30 og kl. 13.00 - 15.30.
Markmið námskeiðsins er að kynna steypuna og þau fjölbreyttu listform sem hún býður upp á. Einnig að skapa tækifæri til að vinna með öðrum og virkja áhugahvöt hvers og eins og sköpunargleði, til að mynda við hugmyndavinnu og vöruþróun með aðstoð leiðbeinenda.
Við stefnum að því að framleiða listmuni sem prýtt geta garðinn hvort sem er heima eða við sumarbústað eða í grillveislu. Vörurnar verða síðan seldar og mun allur ágóðinn af þeim renna í Styrktarsjóð Janusar endurhæfingar og nýtast þeim sem eru í fjárhagslegri neyð, sjá nánar á heimasíðu.
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samvinnu við tengiliði og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Halldór Bjarki Ipsen og Sigríður Hannesdóttir.
Teygjur
23.2.2021 – 8.4.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Þriðjudaginn 23. febrúar hefst námskeiðið Teygjur. Á námskeiðinu leiðir Þórhildur þátttakendur inn í léttar teygjur sem bæta heilsu og líkamsstöðu og veita meiri orku og vellíðan inn í daginn.
- Þriðjudaga kl. 11.30 - 12.00
- Miðvikudaga kl. 11.30 – 12.00
- Fimmtudaga kl. 11.30 – 12.00
Markmiðið er að þátttakendur geti tileinkað sér einfaldar teygjur sem bæta lífsgæði.
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samvinnu við tengiliði og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Þórhildur Kristjánsdóttir.
Textíll, svuntur og munir í grill og garðinn
24.2.2021 – 7.4.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Miðvikudaginn 24. febrúar hefst námskeiðið Textíll, svuntur og munir í grill og garðinn. Á námskeiðinu verða búnar til ýmsar nytjavörur og listmunir úr efnum og leðri. Þátttakendur fá að spreyta sig á að gera til dæmis grillsvuntur, pottaleppa, prjónaðar/heklaðar borðtuskur og vaxdúka. Einnig notum við stensla til að skrifa á og skreyta svunturnar, pokana eða annað.
- Miðvikudaga kl. 9.00 - 11.30 og kl. 13.00 - 15.30.
Markmið námskeiðsins er að öðlast færni í að sauma og njóta þess að hanna fallegar nytjavörur og listmuni. Einnig að skapa tækifæri til að vinna með öðrum og virkja áhugahvöt og sköpunargleði. Vörurnar verða síðan seldar og mun allur ágóðinn af þeim renna í Styrktarsjóð Janusar endurhæfingar og nýtast þeim sem eru í fjárhagslegri neyð, sjá nánar á heimasíðu Janusar endurhæfingar.
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samvinnu við tengiliði og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Þórhildur Kristjánsdóttir og Sigríður Hannesdóttir.
Mánudagar
Meðvirkni
22.2.2021 – 29.3.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Mánudaginn 22. febrúar hefst námskeiðið Meðvirkni sem verður í 6 skipti. Markmið námskeiðsins er að öðlast þekkingu á einkennum meðvirkni, hvernig meðvirkni verður til og leiðir til bata.
- Mánudaga kl.9.00 – 11.00
Farið í 5 kjarnaeinkenni meðvirkni. Eitt kjarnaeinkenni tekið fyrir í hverjum tíma. Stuðst verður við bókina Meðvirkni, orsakir, einkenni og úrræði eftir höfundinn Piu Mellody. Umræður er mikilvægur hluti námskeiðssins.
Námskeiðið verður lokaður hópur og því ekki hægt að skrá sig í það á miðju tímabili. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Sigríður Anna Einarsdóttir félagsráðgjafi og Berglind Ásgeirsdóttir, iðjuþjálfi.
Skólahópur - Námstækni (Fjarfræðsla)
22.2.2021 – 29.3.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur sem stunda nám
Mánudaginn 22. febrúar hefst Námstækni og skólahópur fyrir þátttakendur sem stunda nám. Boðið er upp á fræðslu og þátttakendum gefið tækifæri til þess að klára ýmis verkefni og leita til annarra þátttakenda sem eru að vinna að svipuðum eða sömu verkefnum. Námskeiðið byggist á verkefnum sem þáttt. eru að vinna í hverju sinni og er dagskráin því fjölbreytt.
- Mánudagar kl. 8:30-9:30 (fjarfræðsla)
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi er Sigríður Pétursdóttir.
Lærðu að farða sjálfan þig
22.2.2021 – 29.3.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.
Mánudaginn 22. febrúar hefst námskeiðið Lærðu að farða sjálfan þig.
- Mánudagar kl. 10.00-12.00
Á námskeiðinu verður farið í undirstöðu atriði fallegarar förðunar fyrir öll tilefni og húðumhirða. Notkun á burstum, skyggingar. Þátttakendur eiga að mæta með sitt eigið snyrtidót og vera ekki málaðir. Einnig koma með borðspegil ef þið eigið.
Ef þátttakendur hafa hugmynd um hvað þau vilja læra þá má senda email This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir námskeiðið.
Námskeiðið er lokaður hópur og því ekki hægt að skrá sig í það á miðju tímabili. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Námskeiðið verður í umsjón Halldóru Birtu og Önnu Þóru.
DAM færnihópur – Samskiptafærni
1.3.2021 – 29.3.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Mánudaginn 1. mars hefst DAM-samskiptafærni.
- Mánudaga kl. 13.00-15.00 (4. hæð)
Samskiptafærni er einn fjögurra færniþátta úr Díalektískri atferlismeðferð (DAM). Á námskeiðinu verður lögð er áhersla á að þjálfa og auka færni í samskiptum. Til að ná fram markmiðum sínum þurfa þátttakendur að þekkja og tileinka sér færniþætti og að þjálfast í sjálfstyrkingu og ákveðni. Búist er við að þátttakendur læri hvor af öðrum með góðum umræðum og æfingum sem gerðar eru í tíma og með gerð heimaverkefna.
Námskeiðið er gagnlegt fyrir flest alla en gagnast einstaklega vel fyrir þá sem hafa gengið í gegnum erfiða lífsreynslu og áföll. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist betri samskiptafærni með því að taka eftir samskiptavanda og nota DAM færniþætti til breytinga.
Námskeiðið verður lokaður hópur og verður ekki hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Linda Ólafs og Jón Hjalti.
Að ná árangri í endurhæfingu (Fjarfræðsla)
22.2.2021 – 29.3.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Mánudaginn 22. febrúar byrjar námskeiðið Að ná árangri í endurhæfingu.
- Mánudaga kl. 13:00-14:30 (fjarfræðsla)
Á námskeiðinu verður rætt almennt um hvað starfs- og atvinnuendurhæfing hjá Janus endurhæfingu felur í sér. Rætt verður um það breytingarferli sem fer af stað þegar byrjað er í endurhæfingu frá sjónarhorni iðjuþjálfa og það kynnt fyrir þátttakendum. Farið verður í mikilvægi þess að móta sér stefnu og þá þætti sem fræði iðjuþjálfa telja mikilvægt að skoða í breytingarferlinu til að ná árangri í endurhæfingu t.d. rútínu, sjálfskoðun varðandi áhugahvöt, gildi, hlutverk, styrkleika, vanamynstur og markmiðasetningu. Kynnt verða til verkfæri sem þátttakendur geta notað til stuðnings í breytingarferlinu.
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager.
Umsjónarmenn verða Lena Rut og Edda.
Peningarnir mínir
22.2.2021 – 29.3.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Mánudaginn 22. febrúar hefst námskeiðið Peningarnir mínir. Markmið námskeiðsins er að efla þátttakendur Janusar endurhæfingar í að takast á við eigin fjármál.
- Þriðjudaga kl. 9.00 - 11.30 og kl. 13.00 - 15.30.
Á námskeiðinu verður farið í eftirfarandi verkefni
- Fjármálalæsi
- Sjálfshjálp í fjármálum
- Áhrif fjármála á líðan
- Fjármálahegðun
- Sjálfsstjórn í fjármálum
- Úrræði vegna fjármálavanda
- Að setja sér markmið í fjármálum
Námskeiðið mun innihalda fræðslu, verkefni, umræður og myndbönd.
Námskeiðið verður lokaður hópur og verður ekki hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samvinnu við tengiliði og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Elsa Sveinsdóttir og Sigríður Anna Einarsdóttir.
Þriðjudagar
Námskeið í fjölbreyttu handverki
23.2.2021 – 6.4.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Þriðjudaginn 23. febrúar hefst Námskeið í fjölbreyttu handverki í Janusi endurhæfingu. Markmiðið er að fá að kynnast hinum ýmsu efnum að skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra og virkja áhugahvöt hvers og eins og sköpunargleði.
- Þriðjudaga kl. 9.00 - 11.30 og kl. 13.00-15.30 (2. hæð miðja)
Á námskeiðinu verður unnið með fyrirfram ákveðin verkefni. Verður eitt verkefni tekið fyrir í hverjum tíma sem allir þurfa að vinna og ekki val um að fara í önnur verkefni. Kennt verður vinnsla með gifs, gler, textíl, tálgun, macramé, ullarþæfingu ofl.
Þátttakandi má velja einn hlut af þeim sem hann framleiðir og eiga en aðrir fara í netsölu Janusar endurhæfingar. Vilji þátttakandi kaupa vöru sem framleidd er fyrir markaðinn borgar hann markaðsverð fyrir hana. Netsalan verður í fjáröflunarskyni til að afla tekna fyrir neyðarsjóð sem þátttakendur Janusar endurhæfingar geta sótt um úthlutun úr eftir að fullreynt hefur verið að þeir fá ekki fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi sínu eða hinu opinbera.
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu í samráði við umsjónarmenn námskeiðs. Skráning fer fram í samvinnu við tengiliði og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Halldór Bjarki, Þórhildur Kristjánsdóttir og Sigríður Ósk Hannesdóttir.
Listasmiðja
23.2.2021 – 6.4.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Þriðjudaginn 23. febrúar hefst Listasmiðja í Janusi endurhæfingu. Markmiðið er bjóða aðstöðu til að þátttakendur geti komið með sín verkfæri og verkefni og unnið að þeim í Janusi endurhæfingu. Einnig að skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra og virkja áhugahvöt hvers og eins.
- Þriðjudaga kl. 9.00 - 11.30 og kl. 13.00-15.30 (2. hæð miðja)
Markmiðið er að ..
- þjálfa listrænt innsæi, ákvarðanatöku og sköpunargleði með handverki.
- Að veita þátttakendum stuðning og skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra.
- þátttakendur geti beitt helstu aðferðum mósaíkvinnunnar og tekið sjálfstæðar ákvarðanir hvað varðar liti, mynstur og frágang.
- bjóða aðstöðu til að þátttakendur geti sinnt sinni listsköpun í fallegu og hvetjandi umhverfi.
- virkja áhugahvöt hvers og eins.
Gert er ráð fyrir sjálfstæðum vinnubrögðum þátttakanda
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu í samráði við umsjónarmenn námskeiðs. Skráning fer fram í samvinnu við tengiliði og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Halldór Bjarki, Þórhildur og Sigríður Ósk Hannesdóttir.
Sinfónía sjálfstraustsins (Fjarfræðsla)
- Slökun með sjálfstyrkjandi ívafi -
23.2.2021 – 16.3.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Þriðjudaginn 23. febrúar hefst námskeiðið Sinfónía sjálfstraustsins. Markmiðið með námskeiðinu er að virkja utansemjuhluta ósjálfráða taugakerfisins og að hvílast, upplifa ró og frið hið innra. Einnig að styrkja jákvætt viðhorf og væntumþykju til sjálfs síns og þar með efla sjálfstraustið.
- Þriðjudaga kl. 13.00 - 14.15
Slökun fyrir allan líkamann. Í slökuninni er jafnframt sjálfstyrking sem eflir sjálfstraust og væntumþykju í eigin garð. Mikilvægt er að geta verið á stað þar sem maður verður ekki fyrir truflun, biðja aðra um að taka tillit til þess. Það getur verið árangursríkara að vera með heyrnartól. Mælt er með að þátttakandinn slaki á, á milli tíma, helst á hverjum degi og hafi þá æfinguna í huga.
Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Námskeiðið er lokaður hópur og því ekki hægt að skrá sig í það á miðju tímabili. Námskeiðið telur til mætinga.
Umjónarmaður verður Sigríður Anna.
Jóga æfingar og Jóga Nidra djúpslökun (Fjarfræðsla)
23.2.2021 – 30.3.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Þriðjudaginn 23. febrúar hefst námskeiðið Jóga æfingar og jóga Nidra slökun. Markmið tímans er að þátttakendur kynnist og læri að upplifa töfra Jóga og Jóga Nidra djúpslökununar. Þetta tvennt getur gefið manni ró og betri tengingu við líkama, huga og sál
- Þriðjudaga kl. 13:00-14:00 (fjarfræðsla)
Gerðar verða jóga æfingar með áherslu á liðkandi og styrkjandi æfingar, ásamt öndun. Jóga Nidra djúpslökun í seinni hluta tímans.
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Umsjónarmaður verður Berglind Ásgeirsdóttir, iðjuþjálfari og jógakennari.
Miðvikudagar
Uppeldi sem virkar (fjarfræðsla)
24.2.2021 – 7.4.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Miðvikudaginn 24. febrúar hefst námskeiðið Uppeldi sem virkar. Markmið námskeiðsins er að styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu.
- Miðvikudaga kl. 9.00 - 11.00
Námskeiðið samanstendur af stuttum fræðsluerindum, verkefnum, æfingum og umræðum. Á námskeiðinu verður rætt um eftirfarandi viðfangsefni:
- Koma í veg fyrir hegðunarerfiðleika.
- Hjálpa börnum að þróa með sér öryggi, sjálfstæði og jákvæðni.
- Auka eigin styrkleika og færni í foreldrahlutverkinu.
- Nota aga á jákvæðan og árangursríkan hátt.
- Kenna börnum æskilega hegðun.
- Takast á við venjuleg vandamál í uppeldi.
Námskeiðið er lokaður hópur og því ekki hægt að skrá sig í það á miðju tímabili. Skráning fer fram í samvinnu við tengiliði og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Salóme Halldórsdóttir, félagsráðgjafi og Sigríður Pétursdóttir, iðjuþjálfi.
Ganga
24.2.2021 – 7.4.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Miðvikudaginn 24. febrúar hefst námskeiðið Ganga. Markmið námskeiðsins er að vekja athygli á því hversu góð áhrif það hefur á andlega og líkamlega heilsu að vera úti og hreyfa sig.
- Miðvikudaga kl. 11:30-12:30 (Anddyri Skúlagötu)
Einnig er gott að brjóta upp daginn með stuttum gönguferðum. Gengið verður í nágrenni Janusar endurhæfingar og þátttakendur ákveða hvaða leið verður farin hverju sinni í samráði við námskeiðshaldara. Gönguhraði sem hentar hverjum og einum
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samvinnu við tengiliði og inn á Janus Manager.
Leiðbeinendur verða Sigríður Pétursdóttir og Elsa Sveinsdóttir
Námsaðstoð
24.2.2021 – 7.4.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.
Miðvikudaginn 24. febrúar hefst námskeiðið Námsaðstoð - opin vinnustofa í Janusi endurhæfingu. Markmið námskeiðsins er að þeir þátttakendur sem eru í námi fái námsaðstoð og auka þar með líkurnar á því að ná árangri í námi. Sérstök áhersla verður á stærðfræði og raungreinar.
- Miðvikudaga kl. 13:00-14:00 (3. hæð, Holtasóley og tölvurými)
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Námskeiðið verður í umsjón Benjamíns Júlíussonar, atvinnuráðgjafa og stærðfræðakennara.
Fimmtudagar
Myndlist með blandaðri tækni
25.2.2021 – 8.4.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.
Fimmtudaginn 25. febrúar hefst námskeiðið Myndlist með blandaðri tækni í Janusi endurhæfingu. Markmiðið er að fá að kynnast hinum ýmsu efnum að skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra og virkja áhugahvöt hvers og eins og sköpunargleði.
- Fimmtudaga kl. 9.00-11.30
Á námskeiðinu verður teikning og myndlist með blandaðri tækni. Leitast verður við að kynnast hinum ýmsu efnum listarinnar og möguleikum þeirra.
Þátttakandi má velja einn hlut af þeim sem hann framleiðir og eiga en aðrir fara í netsölu Janusar endurhæfingar. Vilji þátttakandi kaupa vöru sem framleidd er fyrir markaðinn borgar hann markaðsverð fyrir hana. Netsalan verður í fjáröflunarskyni til að afla tekna fyrir neyðarsjóð sem þátttakendur Janusar endurhæfingar geta sótt um úthlutun úr eftir að fullreynt hefur verið að þeir fá ekki fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi sínu eða hinu opinbera.
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Umsjónarmenn verða Þórhildur Kristjánsdóttir og Sigríður Ósk Hannesdóttir.
Frjáls sem fuglinn
- Að tala fyrir framan fólk -
25.2.2021 – 8.4.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Fimmtudaginn 25. febrúar hefst námskeiðið FRJÁLS SEM FUGLINN- að tala fyrir framan fólk. Námskeiðið verður haldið í sex skipti á fimmtudögum.
Á námskeiðinu verður m.a. farið í eftirfarandi viðfangsefni:
- Líkamstjáningu
- Að halda athygli
- Framburður
- Slökun
- Öndun
- Æfingar í framsögn
Námskeiðið mun fyrst og fremst innihalda æfingar í að standa fyrir framan þátttakendur og tjá sig. Einnig verður stutt fræðsla, umræður og heimavinna.
Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Námskeiðið er lokaður hópur og því ekki hægt að skrá sig í það á miðju tímabili. Námskeiðið telur til mætinga.
Leiðbeinendur verða Sigríður Anna Einarsdóttir
Jóga – Hatha (Fjarfræðsla)
25.2.2021 – 8.4.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.
Fimmtudaginn 25. febrúar hefst námskeiðið Hatha Jóga. Námskeiðið byggir á Hatha jóga, gerðar verða jógateygjur og léttar styrkjandi æfingar auk öndunaræfinga, sem stuðla að ró og núvitund. Tíminn endar á slökun. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum.
- Fimmtudaga kl. 13:00-14:00
Jóga er góð leið til að tengjast líkama, öndun og huga. Markmið námskeiðsins er að öðlast þekkingu og reynslu á Hatha Jóga. Leið til þess að öðlast ró og tengingu við líkama sinn, huga og öndun, með öndunaræfingum, slökun og liðkandi og styrkjandi æfingum.
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Umsjónarmaður verður Sólveig Gísladóttir, iðjuþjálfari og jógakennarari.
Föstudagar
Búum til skilti og veggskraut
26.2.2021 – 9.4.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.
Föstudaginn 26. febrúar hefst námskeiðið Búum til skilti og veggskraut. Aðalmarkmið námskeiðsins er að gefa sköpunargleðinni lausan tauminn í skiltagerðinni og einnig að skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra og virkja áhugahvöt hvers og eins og sköpunargleði.
- Föstudaga kl. 9.00 - 11.30
Á námskeiðinu verða búin til skilti úr viðar pallettum og plöttum. Þátttakendur fá að hanna ýmist húsnúmers skilti, sumarbústaða skilti eða heimilis skilti/veggskraut. Notast má við servíettur og Mod Podge lím, mikið úrval af stenslum til að stafa og myndskreyta með og akríl málningu. Stefnum á að framleiða skilti sem prýða garðinn, sumarbústaðinn eða grillveisluna.
Vörurnar verða síðan seldar og mun allur ágóðinn af þeim renna í Styrktarsjóð Janusar endurhæfingar og nýtast þeim sem eru í fjárhagslegri neyð, sjá nánar á heimasíðu Janusar endurhæfingar.
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Halldór Bjarki og Sigríður Hannesdóttir.
Fræðsla með sálfræðilegu ívafi (Fjarfræðsla)
26.2.2021 – 9.4.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.
Föstudaginn 26. febrúar hefst námskeiðið Fræðsla með sálfræðilegu ívafi, sem mun vera haldið í Janusi endurhæfingu. Markmið fræðslunnar er að hjálpa þátttakendum að kynnast mikilvægum málefnum. Einnig að undirbúa þá fyrir sálfræðimeðferð, veita þeim innsæi, tæki og tól sem hugsanlega minnkar þörf á sálfræðimeðferð.
- Föstudaga kl. 11:00-12:00 (fjarfræðsla)
Í hverjum tíma verður fjallað um eitt efni, þar verður umfjöllun um rannsóknir, tekin dæmi sem eiga við þátttakendur og þeir fengnir til að ræða um sitt eigið líf í samhengi. Einnig verður hvatt til þess að setja sér eitt markmið tengt fræðslunni.
Eftirfarandi má sjá grófa dagskrá;
- Fræðsla um svefnvenjur.
- Fræðsla um skjáfíkn.
- Fræðsla um kvíða.
- Fræðsla um áhrif útiveru og náttúru.
- Fræðsla um þunglyndi.
- Fræðsla um gildi
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Fræðslan er ætluð þeim sem ekki hafa sótt námskeiðið áður. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Umsjónarmenn námskeiðs eru Gunnar Örn Ingólfsson.
Tæknihornið (Fjarfræðsla)
26.2.2021 – 9.4.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Föstudaginn 26. febrúar hefst námskeiðið Tæknihornið. Námskeiðið verður haldið föstudaga frá kl. 13:00 til 14:00 í fjarfræðslu og er ætlað öllum þátttakendum Janusar endurhæfingar. Markmið námskeiðsins er að vekja áhuga þátttakenda á samspili hönnunar og tækni.
- Föstudaga kl. 13:00-14:00 (Fjarfræðsla)
Í upphafi námskeiðs verður kennt á Inkscape, sem er forrit til að teikna og hanna hluti á vektor formi sem síðan verða skornir út í laser skera. Í seinnihluti námskeiðs verður kynnt fyrir þátttakendum Tinkercad og nýting þess til að prenta í þrívídd.
Dæmi um verkefni sem verða gerð:
- farsímastandur,
- box
- lyklakippa
Námskeiðið er lokaður hópur og geta þátttakendur ekki skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Benjamín Júlíusson og Steinberg Þórarinsson.
Skrefin í átt að umhverfisvænni lífstíl (Fjarfræðsla)
5.3.2021 og 12.3.2021
Námskeiðið er fyrir alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.
Föstudaginn 26. febrúar hefst námskeiðið Skrefin í átt að umhverfisvænni lífstíl. Marmiðið er að þátttakendur verði meðvitaðri neytendur og viti hvað er í boði og hvað þeir geta gert til að breyta markaðnum eins og hann er í dag.
- Föstudaga kl. 11.00-12.00
Helstu viðfangsefni sem fjallað verður um eru:
- Stærstu umhverfisspillar í heiminum - útblástur frá bílum og flugvélum, einnota plast, örplast og landbúnaður
- Máttur neytandans - framboð og eftirspurn
- Hvað getum við gert sem einstaklingar?
- Af hverju er einnota plast endilega slæmt? Mengun, landfylling, offramleiðsla
- Staðreyndir um plastúrgang
- Hvaðan kemur örplastið?
- Losun plasts fyrir hvert rými á heimilinu
- Endurvinnsla - lagar ekki vandamálið
- Fatnaður
- Hvað er í boði á Íslandi? Verslanir og samfélagsmiðlar
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Námskeiðið verður í umsjón Halldóru Birtu og SIgríðar Pétursdóttir.
Tómstundir og frítíminn
5.3.2021 – 19.3.2021
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Föstudaginn 5. mars hefst námskeiðið Tómstundir og frítíminn. Markmið námskeiðsins er að opna huga fólks fyrir því sem að frítíminn hefur upp á að bjóða og hvernig hægt er að nýta hann til góðs og á uppbyggjandi hátt. Einstaklingar eiga alltaf lögbundinn frítíma en aðstæður eru mismunandi og því ólíkt milli fólks hversu mikill tími fer í tómstundir og hversu mikil orka getur farið í þær. Námskeiðið mun kynna þátttakendur fyrir fræðunum á bakvið tómstundir auk þess að verða þeim hvatning til að forgangsraða tómstundum sínum og öðrum jákvæðum athöfnum í frítíma.
- Föstudaga kl. 10.30 - 12.00
Námskeiðið mun fjalla um frítíma okkar, áhugamál og tómstundir. Þátttakendur fá tækifæri til að ígrunda eigin tómstundir og virkni í frítíma.
Efni námskeiðsins verður:
- Skilgreiningar á tómstundum og frítíma eru skoðaðar
- Kynnumst mismunandi sviðum tómstunda
- Fræðsla um tómstundir í samfélagi nútímans
- Áhrif tómstundaiðkunnar á einstaklinga
- Hindranir til tómstundaiðkunar
- Mat á eigin tómstundum
Hver tími byrjar með kveikju spurningu til að koma hugsunum þátttakenda í gang og fá þau strax á stað við að tengja efni tímans við eigið líf og hugmyndir.
Hvað er það fyrsta sem þið hugsið þegar þið heyrið orðin tómstundir og frítími?
Hver ætli sé mesti munurinn á tómstundum í dag og fyrir 60 árum (1960)?
Hvaða tómstundir voru iðkaðar á þínu heimili þegar þú varst yngri?
Það verða stutt einstaklingsverkefni í hverjum tíma sem að eru gerð í tímanum fyrir hlé og svo annað ígrundunarverkefni í lok hvers tíma.
Námskeiðið er lokaður hópur og geta þátttakendur ekki skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, tómstunda- og félagsfræðinemi og Linda Ólafsdóttir, félagsfræðingur.