Ánægjulegt er að greina frá því að síðastliðna tvo mánuði hafa óvenju margir erlendir og innlendir gestir/sérfræðingar komið og kynnt sér starfsemi Janusar endurhæfingar. Gestir þessir hafa komið frá öllum Norðurlöndunum, erlendum og innlendum háskólum, stofnunum og fyrirtækjum. Án þess að halla á neinn má þar t.d. nefna hóp frá Norðurlöndunum sem var hér á vegum NORDFORSK, skólastjórnendur frá Guldborgsund kommune í Danmörku, sérfræðinga í endurhæfingu frá Uppsölum í Svíþjóð, iðjuþjálfafélagið og sérfræðinga frá Tryggingastofnun og Virk.
Áhuga var lýst á nýsköpun og þróun innan Janusar endurhæfingar og innleiðingu í daglegt starf.
Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna.
Sumarmarkaður og happdrætti Janusar endurhæfingar 2018 var fimmtudaginn 5. júlí 2018. Á markaðnum voru seldir munir sem þátttakendur á Iðjubraut hafa hannað og útbúið frá áramótum svo sem draumfangara, töskur og tálgaða hluti af ýmsu tagi. Þema markaðarins var eins og áður endurnýting, náttúruleg efni, umhverfisvitund og nýsköpun.
Allur ágóði markaðarins og happdrættis rann í Styrktarsjóð Janusar endurhæfingar. Sjóðurinn var stofnaður í apríl 2013 til að styrkja þátttakendur sem eru í tímabundinni fjárhagslegri neyð eftir að fullreynt hefur verið að þeir fái ekki frekari fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi eða hinu opinbera. Afar góð stemning og spenna skapaðist í kring um happdrætti sem boðið var upp á enda vinningar ekki af verri endanum þar sem fjölmörg fyrirtæki styrktu okkur með veglegum fallegum og eftirsóknarverðum vinningum. Í raun erum við öll orðlaus yfir velvild þeirra fyrirtækja sem við leituðum til og færum þeim enn og aftur okkar innilegustu þakkir.
Við þökkum eftirtöldum 55 fyrirtækjum innilega fyrir veittan stuðning:
Adrenalíngarðurinn | Hótel West | Ólaskógur |
Apótekið | Hraunsnef | Omnom |
Art og text | Húrra Reykjavík | Rebokk fitness |
Árnason Faktor | Hreysti | Salka |
Áman | Hvalasafnið | Sjávargrillið |
Ásbjörn Ólafsson | Íslenski barinn | Special Tours |
BeutybyInger | KúMen | Subway |
Bjartur og veröld | Klipphúsið | Sögusafnið |
Brauð og co. | Krúska | Valdís |
Casa | Laugarvatn fontana | Varma |
Eleven hárvörur | Lindex | World Class |
Elding | Listasafn Reykjavíkur | Tan.is |
Eirberg | Lyf og heilsa | Terma |
Eins og fætur toga | Löður | Tölvulistinn |
Farvi | Matarkjallarinn | 17 sortir |
Fastus | MS | Þrír frakkar |
Fiskfélagið | Natan og Olsen | Urð |
Handverkskúnst | Nauthóll | |
Hárborg | Nings |
Ánægjulegt er að greina frá því að á rúmlega fimm árum (1. janúar 2013 til 31. ágúst 2018) hafa 676 þátttakendur útskrifast frá Janusi endurhæfingu. 51% af þeim útskrifuðust í vinnu, nám eða virka atvinnuleit. Meirihluti þátttakenda sem sóttu þjónustu á tímabilinu var ungt fólk, meðalaldur 30,8 ár (miðgildi 29, SF 8.89, dreifing 18-61) og voru flestir með þung geðræn vandamál.