Er kominn tími til að taka stökkið?
Spennandi námskeið mun hefjast þriðjudaginn 25. apríl og verður í sex skipti kl. 11:00-12:10 á 3ju hæð (Holtasóley) JE á Skúlagötu.
Á námskeiðinu verður farið í gegnum þá þætti sem vert er að hafa í huga áður en farið er í atvinnuviðtal.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur verði undirbúnir og upplifi sig örugga varðandi það hvernig á að sækja um vinnu og fara í atvinnuviðtöl.
Þriðjudaginn 2. maí kl. 11:00-12:10
Þriðjudaginn 9. maí kl. 11:00-12:10
Þriðjudaginn 16. maí kl. 11:00-12:10
Þriðjudaginn 23. maí kl. 11:00-12:10
Þriðjudaginn 30.maí kl. 11:00-12:10
Allir þátttakendur Janusar endurhæfingar eru velkomnir. Þátttakendur geta sjálfir skráð sig á svæði þátttakenda í Janusi Manager (JM) þar sem mælitækin eru tekin.
Umsjónarmaður námskeiðsins er Sigríður Anna Einarsdóttir félagsráðgjafi
Árið 2018
Framúrskarandi árangur var af starfsemi Janusar endurhæfingar. Hvorki meira né minna en 54,2% þátttakenda sem útskrifuðust fóru í vinnu, nám eða virka atvinnuleit.
Meirihluti þátttakenda sem sóttu þjónustu á árinu var ungt fólk (74.62% voru yngri en 31 ára), meðalaldur 27.35 ár (miðgildi 25.0, SF 7.42, dreifing 18.0--56.0) og voru flestir með þung geðræn vandamál.
Samtals voru þátttakendur 260 á tímabilinu og voru 98.85% þeirra með að minnsta kosti eina geðræna ICD-10 greiningu. Konur voru í meirihluta eða 57.69% og virkir þátttakendur í endurhæfingu voru að meðaltali 138 hverju sinni.
8 hættu eftir verkþátt 1 og eru því ekki taldir með í þessum tölum.
Árið var einstaklega viðburðarríkt innan Janusar endurhæfingar, jafnt í daglegri starfsemi sem og í nýsköpun, þróun og vísindum. Mikill áhugi var á starfsemi Janusar endurhæfingar og komu margir innlendir og erlendir gestir svo sem;
Janus endurhæfing birti á árinu vísindagreinina Predicting Changes in Quality of Life for Patients in Vocational Rehabilitation. Rannsóknarspurningin var hvort hægt sé að spá fyrir um niðustöður næstu mælinga mælitækisins heilsutengdra lífsgæða, með því að nýta gervigreind. Niðurstaðan er að það er hægt og að jafnaði 6 mánuðum áður en spurningarlistanum er svarað. Þessi niðurstaða er hugsanlega enn einn liðurinn í því að geta veitt einstaklingum betri endurhæfingu og opnar möguleika á því að grípa fyrr inn í. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast greinina með því að smella hér.
Janus endurhæfing var einnig með fræðslu og/eða kynningar hérlendis og erlendis á árinu. Má þar nefna t.d. í Háskóla Íslands þar sem frætt var um ungt fólk í vanda á vinnumarkaði. Fyrrnefnd vísindagrein var kynnt á EAIS ráðstefnunni í maí 2018. Einnig var tölvukerfið og Völvan sem Janus endurhæfing notar í daglegri starfsemi kynnt erlendis, á FIAR-NET fundi sem var í London og PPSN ráðstefnu Portúgal.
Starfsfólk Janusar endurhæfingar sótti fjölbreytta fræðslu á árinu og fóru starfsmenn í þó nokkrar fræðandi heimsóknir svo sem til, Hvítabandsins, Hlutverkaseturs, Kleppsspítala, Reykjalundar og endurhæfingarteymis TR svo eitthvað sé nefnt.
Fræðsla starfsmanna er mikilvægur liður í því að viðhalda hágæða þjónustu og voru ýmsar ráðstefnur og þing sótt á árinu, eins og afmælisráðstefna VIRK, Heilbrigðisþing á vegum velferðarráðuneytis, málþing Geðhjálpar og sálfræðiþing. Starfsmenn fóru á ýmis námskeið eins og HAM námskeið fyrir fagfólk, núvitundarnámskeið, EMDR námskeið og einhverfunámskeið svo eitthvað sé nefnt.
Iðjubrautin stóð fyrir tveimur velheppnuðum mörkuðum á árinu. Allur ágóði af sölu fallegra vandaðra muna unna af þátttakendum fór í styrktarsjóð Janusar endurhæfingar. Skipulag og þróun brauta hélt áfram að þróast yfir árið og hóf atvinnuráðgjafi og hjúkrunarfræðingur í fyrsta skiptið störf. Félagslíf starfsmanna var einnig öflugt og voru skipulagðir ýmsir skemmtilegir viðburðir yfir árið.
51% árangur hjá útskrifuðum þátttakendum, janúar 2013 - ágúst 2018
Ánægjulegt er að greina frá því að á rúmlega fimm árum (1. janúar 2013 til 31. ágúst 2018) hafa 676 þátttakendur útskrifast frá Janusi endurhæfingu. 51% af þeim útskrifuðust í vinnu, nám eða virka atvinnuleit. Meirihluti þátttakenda sem sóttu þjónustu á tímabilinu var ungt fólk, meðalaldur 30,8 ár (miðgildi 29, SF 8.89, dreifing 18-61) og voru flestir með þung geðræn vandamál.
Uppeldi sem virkar - Færni til framtíðar
Næstkomandi miðvikudag þann 22. febrúar byrjar foreldranámskeiðið Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar. Námskeiðið verður í 6 skipti í kennslustofu nr. 105 í Tækniskólanum - skóla atvinnulífsins, kl. 14:00 - 15:45.
Á námskeiðinu verður rætt hvernig er hægt að:
Þátttakendur geta sjálfir skráð sig á svæði þátttakenda í Janusi Manager þar sem mælitæki eru tekin.