Nafn: Alma Rún Vignisdóttir
Staða: Hjúkrunarfræðingur Ýmsar upplýsingar: Alma Rún Vignisdóttir hóf störf hjá Janusi endurhæfingu í september 2018. Hún útskrifaðist með BS próf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 en meðfram náminu starfaði hún meðal annars á Grund hjúkrunarheimili og síðar á Hjartadeildinni á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Frá árinu 2014 starfaði hún á Blóðlækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahúsi, fyrst sem nemi og síðar hjúkrunarfræðingur. Alma Rún lauk einnig diplómunámi í Lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands í maí 2016. Lýðheilsuvísindi eru listin og vísindin að koma í veg fyrir sjúkdóma, lengja líf og efla líkamlega heilsu og virkni með skipulögðum samfélagsaðgerðum. |
Nafn: Anna Þóra Þórhallsdóttir
Staða: Iðjuþjálfi Ýmsar upplýsingar: Anna Þóra hóf störf hjá Janusi endurhæfingu í október 2018. Hún útskrifaðist með BS í iðjuþjálfunarfræði frá Háskólanum á Akureyri í júní 2016. Eftir útskrift starfaði hún sem iðjuþjálfi á geðsviði Landspítalans, bæði á göngudeild og á bráðadeild, ásamt því að vera meðlimur í þverfaglegu göngudeildarteymi. Starfið fólst í að veita stuðning ásamt eftirfylgd og tengja einstaklinga út í samfélagið á ný. Einnig að taka þátt í þróun á starfi iðjuþjálfa á bráðageðdeild og í göngudeildarteyminu. Meðfram náminu árin 2013-2016 starfaði Anna Þóra sem stuðningsfulltrúi í þjónustukjarna fyrir geðfatlaða. |
Nafn: Axel Bragi Andrésson
Staða: Sálfræðingur Ýmsar upplýsingar: Axel Bragi útskrifaðist með BA gráðu frá Háskólanum á Akureyri árið 2014 og með Cand. Psych (MS) gráðu frá Háskólanum í Árósum í Danmörku 2018 og fékk íslenskt starfsleyfi sem sálfræðingur sama ár. Axel vann frá árinu 2011 til ársins 2018 sem stuðningsfulltrúi á þjónustu og meðferðarheimilum fyrir geðfatlaða með þroskaröskun. Axel hefur einnig starfað sem kvikmyndagerðarmaður og útskrifaðist 2008 frá kvikmyndaskóla Íslands með handrits og leikstjórnardiplómu. Axel Bragi hóf störf hjá Janusi endurhæfingu í mars 2018. |
Nafn: Benjamín Júlíusson
Staða: Atvinnuráðgjafi/verkefnisstjóri Ýmsar upplýsingar: Benjamín Júlíusson hóf störf hjá Janusi endurhæfingu í október 2018. Hann útskrifaðist með B.Ed. próf í kennslufræðum með áherslu á stærðfræði og líffræði frá Kennaraháskóla Íslands árið 1994. Benjamín starfaði sem kennari, aðallega á unglingastigi, frá árinu 1994-2009. Frá 2009-2018 starfaði Benjamín hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Þar starfaði hann sem fag- og deildarstjóri í kennsluráðgjöf og framleiðsludeild. |
Nafn: Berglind Ásgeirsdóttir
Staða: Iðjuþjálfi Ýmsar upplýsingar: Berglind Ásgeirsdóttir útskrifaðist sem iðjuþjálfi frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð vorið 1993. Hún starfaði fyrst sem iðjuþjálfi við almenna endurhæfingu í Svíþjóð. Síðan Berglind fluttist heim 1995 hefur hún unnið sem iðjuþjálfi innan ólíkra sviða heilbrigðskerfisins. Hún hefur unnið á Borgarspítalanum, Landakoti, Æfingastöð Styrktarfélagsins, endurhæfingardeild Landspítalans við Hringbraut, hjá Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki í Skagafirði og Ljósinu sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinssjúka. Berglind hóf störf hjá Janusi endurhæfingu í nóvember 2007. Berglind er menntaður markþjálfi 2008, Hatha jógakennari 2007 og Kundalini jógakennari 2011. Hún kennir jóga hjá Janus endurhæfingu |
Nafn: Berglind G. Magnúsdóttir
Staða: Móttökufulltrúi Ýmsar upplýsingar: Berglind hóf störf hjá Janusi endurhæfingu í september 2016. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi 1983, var bankafulltrúi hjá Búnaðarbanka Íslands og síðar móttökuritari á Heilsugæslunni í Kópavogi. Hún lagði stund á fjármála- og rekstrarnám við Viðskipta- og tölvuskólann 2002-2003, starfaði hjá Fæðingarorlofssjóði við afgreiðslu umsókna, og frá 2006-2016 hjá hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands við afgreiðslu umsókna, móttöku viðskiptavina og ráðgjöf. Berglind hefur sótt fjölda námskeiða. |
Nafn: Brynjólfur Y. Jónsson
Staða: Bæklunarlæknir Ýmsar upplýsingar: Brynjólfur Y Jónsson er sérfræðingur í bæklunarlækningum. Hann lauk embættispróf frá Læknadeild Háskóla Íslands. Fékk sérfræðiviðurkenningu á Íslandi árið 1987 og í Svíþjóð árið 1988. Brynjólfur lauk doktorspróf frá Háskólanum í Malmö/Lundi 1993. Hann hefur skrifað fjöldann allan af vísindagreinum sem birts hafa í erlendum og innlendum vísindatímaritum. Brynjólfur er yfirlæknir á Bæklunardeild Háskólasjúkrahússins í Málmey í Svíþjóð ásamt því að reka læknastofu í Reykjavík. |
Nafn: Edda Rán Jónasdóttir
Staða: Iðjuþjálfi Ýmsar upplýsingar: Edda Rán hóf störf hjá Janusi endurhæfingu í febrúar 2019. Hún lærði iðjuþjálfun í Professionshöjskolen Metropol en lauk náminu og útskrifaðist með BS úr iðjuþjálfunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri í júní 2013. Eftir útskrift starfaði hún á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut, bæði á almennri móttökudeild og síðar á móttöku- og göngudeild fíknimeðferðar. Starfið fólst í að meta líkamlega, andlega, vitsmunalega og félagslega færni fólks en einnig að veita ráðgjöf og fræðslu, stuðning, þjálfun og eftirfylgd. |
Nafn: Elísabet Þórðardóttir
Staða: Sálfræðingur Ýmsar upplýsingar: Elísabet Þórðardóttir hóf störf hjá Janusi endurhæfingu 1.apríl 2018. Hún fékk starfsleyfi sem sálfræðingur á Íslandi árið 1997 og í Noregi árið 2011. Elísabet lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og Cand. Psychol. námi frá Háskólanum í Bergen árið 1997. Einnig lauk hún Norrænu meistaranámi í öldrunarfræðum frá Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands í september 2015. Elísabet starfaði hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins á árunum 2007-2014, við greiningu og ráðgjöf vegna þroskafrávika eins og einhverfurófsröskunar og þroskahömlunar. Hún hefur einnig unnið sem sálfræðingur hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Þroska og hegðunarstöð og Skogli endurhæfingarstöð í Lillehammer, Noregi. Elísabet hefur sótt fjölda námskeiða er tengjast einhverfurófsröskun, notkun greiningartækja og HAM meðferðar. |
Nafn: Elsa Guðrún Sveinsdóttir
Staða: Félagsráðgjafi Ýmsar upplýsingar: Elsa hóf störf hjá Janusi endurhæfingu í febrúar 2018. Hún útskrifaðist með BA gráðu í félagsráðgjöf í júní 2014 og MA gráðu til starfsréttinda í júní 2016. Áður en Elsa hóf störf hjá Janusi endurhæfingu starfaði hún sem félagsráðgjafi á blóð- og krabbameinslækningadeildum Landspítalans. Þar var hún einnig meðlimur í þverfaglegu endurhæfingarteymi krabbameinsgreindra. Starfið fólst í að veita sjúklingum stuðning og upplýsingar um þeirra réttindi og aðstoða þá við umsóknir fyrir úrræði sem þeir gætu átt rétt á. Einnig að fræða þá um endurhæfingu, í hverju hún gæti falist og búa til endurhæfingaráætlanir. Á árunum 2007 til 2017 starfaði Elsa í aðhlynningastörfum þar sem hún aðstoðaði hreyfihamlaða, þroskaskerta, börn og aldraða við athafnir daglegs lífs.
|
Nafn: Gunnar Örn Ingólfsson
Staða: Sálfræðingur Ýmsar upplýsingar: Gunnar hóf störf hjá Janusi endurhæfingu í lok maí 2018. Hann lauk B.A. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2007. Hann fór svo til Bandaríkjanna og lauk M.A. gráðu í ráðgjafasálfræði frá Ball State University 2009. Eftir það lauk hann doktorsgráðu í ráðgjafasálfræði frá sama háskóla 2017. Hann hefur starfað sem sjálfstætt starfandi sálfræðingur á höfuðborgarsvæðinu síðan 2016. |
Nafn: Halldór Bjarki Ipsen
Staða: Leiðbeinandi Ýmsar upplýsingar: Halldór Bjarki er vanur tálgunarmaður og kennir þátttakendum á Iðjubraut „öruggu hnífsbrögðin“ í ferskum viðarnytjum. Þar eru notaðar fjölbreyttar íslenskar viðartegundir í margs konar tálgunarverkefni þar sem þátttakendur setja persónulegt mark sitt á verkefnin sem mörg hver enda á söluborðum markaðanna í Janus endurhæfingu. Halldór lærði trjáfellingu og grisjun hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann byrjaði að vinna sem leiðbeinandi í tálgun hjá Janusi endurhæfingu árið 2016. Frá árinu 2017 sér Halldór einnig um „Skóginn okkar“, verkefni Janusar endurhæfingar í Öskjuhlíðinni, í samvinnu við Ólaf Oddsson skógræktar- og uppeldisráðgjafa. Halldór leiðbeinir þar í grenndarskógi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í samvinnu við Umhverfssvið borgarinnar. Þar leiðbeinir hann þátttakendum Janusar endurhæfingar við grisjun og umhirðu skógarins með uppkvistun, stígagerð og snyrtingu með handverkfærum. Í verkefninu þarf að lesa í ólíkar viðartegundir og aðstæður til að auka á upplifunargildi skógarins og fjölbreytt vistkerfi hans. Halldór sinnir einnig mörgum öðrum verkefnum innan Janusar endurhæfingar eins og slátti og þrifum á útisvæði svo eitthvað sé nefnt. |
Nafn: Hrefna Þórðardóttir
Staða: Sjúkraþjálfari/sviðsstjóri brauta Ýmsar upplýsingar: Hrefna Þórðardóttir er sjúkraþjálfari og hefur unnið hjá Janusi endurhæfingu ehf. síðan á öðru starfsári Janusar. Hrefna lauk námi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 1995 og hóf sama ár störf á Sjúkraþjálfunarstöðinni Háteigsvegi, nú Þverholti. Hún hefur verið með hópþjálfun hjá Gigtarfélagi Íslands m.a. fyrir hryggiktarsjúklinga og haldið þar námskeið í stafagöngu. Einnig hefur hún unnið að vinnuvistfræðimálum m.a. með kennslu við Iðnskólann í Reykjavík auk úttekta og leiðbeininga á vinnustöðum. Hrefna hefur komið að greinarskrifum í innlend fagtímarit, sótt fjölda námskeiða hérlendis og stundað fjarnám við University of st. Augustin, Florida, í Bandaríkjunum. |
Nafn: Jóhannes Siggeirsson
Staða: Fjármálastjóri Ýmsar upplýsingar: Jóhannes hóf störf sem fjármálastjóri hjá Janus endurhæfingu í apríl 2008. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins þegar sjóðurinn stofnaði Janus endurhæfingu ehf með fjárhagslegum stuðningi ríkisins í árslok 1999. Jóhannes útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1973 og stundaði nám í hagfræði við Háskólann í Uppsölum í Svíþjóð veturinn 1973 til 1974. Síðan starfaði Jóhannes aðallega fyrir banka og lífeyrissjóði auk þess að vera hagfræðingur ASÍ í fimm ár. Jóhannes hefur setið í fjölmörgum opinberum nefndum og er löggiltur verðbréfamiðlari.
|
Nafn: Jón Hjalti Brynjólfsson
Staða: Félagsráðgjafi Ýmsar upplýsingar: Jón Hjalti Brynjólfsson hóf störf hjá Janusi endurhæfingu í ágúst 2017 en hann útkrifaðist með MA gráðu til starfsréttinda í félagsráðgjöf í júní sama ár.
|
Nafn: Karl Jónas Smárason
Staða: Sálfræðingur Ýmsar upplýsingar: Karl hefur starfað hjá Janusi endurhæfingu með hléum síðan september 2015. Hann útskrifaðist með BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands 2007 og með Cand Psych frá Kaupmannahafnarháskóla jólin 2011. Karl starfaði sem sálfræðingur í Kaupamannahöfn í 4 ár (Sirculus ApS), þar sem hann náði sér í aukin réttindi innan fagsins (Cand.Psych, aut). Karl er með starfsleyfi sem sálfræðingur á Íslandi. Meðfram náminu í Kaupmannahöfn, nam Karl einkaþjálfun og bætti svo við sig sérhæfingu í þjálfun unglinga og svo þjálfun eldri borgara. Þá sat Karl einnig 9 mánaða námskeið í næringafræðum. Til hliðar með sálfræðivinnunni í Kaupmannahöfn starfaði Karl um skeið sem einkaþjálfari og var með eigin stofu þar sem hann blandaði saman fræðunum þremur, þ.e.a.s. næringu, hreyfingu og sálfræði í meðferðarvinnu sinni, hvort sem það var við þunglyndi, kvíða eða ofþyngd. |
Nafn: Kristín Linda Ólafsdóttir
Staða: Félagsfræðingur Ýmsar upplýsingar: Kristín Linda hóf störf hjá Janusi endurhæfingu í ágúst 2018. Linda er menntaður félagsfræðingur frá Háskóla Íslands og Edinborgarháskóla. |
Nafn: Kristín Siggeirsdóttir
Staða: Iðjuþjálfi/framkvæmdastjóri Ýmsar upplýsingar: Kristín byggði upp starfsemi Janusar endurhæfingar ehf. árið 1999/2000 og hefur verið framkvæmdastjóri þar síðan 2003. Hún útskrifaðist sem iðjuþjálfi frá Háskólanum í Lundi 1991 og lauk mastersprófi 2001. Kristín hefur sent frá sér greinar varðandi endurhæfingu í innlend tímarit. Frá árinu 2002 hefur hún starfað hjá Rannsóknastöð Hjartaverndar og verið framkvæmdastjóri þróunar þar síðan 2007. Kristín hefur birt fjölda útdrátta og á sjötta tug vísindagreina um endurhæfingu og faraldsfræði í ritrýndum erlendum vísindatímaritum. |
Nafn: Lena Rut Olsen
Staða: Iðjuþjálfi Ýmsar upplýsingar: Lena Rut hóf störf hjá Janus endurhæfingu ehf. í desember 2016. Hún lauk BS- námi í iðjuþjálfun frá Háskólanum a Akureyri í júní 2013. Eftir útskrift starfaði hún sem iðjuþjálfi á Landspítala Háskólasjúkrahúsi á flæðissviði. Lena starfaði sem iðjuþjálfanemi búsetuúrræði geðfatlaðra á Akureyri með náminu. Lena starfaði áður sem sjúkraliði á Dvalarheimilinu Hlíð. |
Nafn: Ómar Hjaltason
Staða: Forstöðulæknir Ýmsar upplýsingar: Ómar lauk prófi frá Háskóla Íslands 1988. Hann stundaði framhaldsnám við Akademiska sjukhuset í Uppsölum 1992 til 1993 og starfaði á Geðdeild LSH frá 1995. |
Nafn: Ragnheiður Dóra Brynjólfsdóttir
Staða: Verkefnastjóri Ýmsar upplýsingar: Ragnheiður Dóra hóf störf hjá Janusi endurhæfingu í upphafi árs 2015. Hún hefur yfirumsjón með öllum stærri verkefnum Janusar endurhæfingar ásamt því að taka þátt í vísindavinnu innan fyrirtækisins. Ragnheiður útskrifaðist með BA í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands, febrúar 2015. |
Nafn: Salóme Halldórsdóttir
Staða: Félagsráðgjafi Ýmsar upplýsingar: Salóme Halldórsdóttir lauk námi úr félagsvísindadeild við Háskóla Íslands með BA-próf í félagsráðgjöf með starfsréttindum árið 2008. Hún bætti síðan við sig diplómanámi í áfengis- og vímuefnamálum frá Háskóla Íslands árið 2017. Salóme hefur lengst af unnið að málefnum tengdum fjölskyldum og börnum. Eftir útskrift sem félagsráðgjafi árið 2008, fór hún að vinna hjá Fjölskyldusviði Mosfellsbæjar og nú síðast á skammtímaheimili fyrir unglinga sem er úrræði á vegum Barnaverndar Reykjavíkur. Áður vann hún sem persónulegur ráðgjafi hjá Stuðningnum heim-, uppeldisráðgjöf hjá Reykjavíkurborg. Salóme hóf vinnu hjá Janusi endurhæfingu í febrúar 2018. |
Nafn: Sæmundur Óskar Haraldsson
Staða: Persónuverndarfulltrúi Ýmsar upplýsingar: Sæmundur hóf störf hjá Janusi endurhæfingu haustið 2012 eftir að hafa brautskráðst frá Háskóla Íslands með BSc og MSc gráður í iðnaðarverkfræði. Samhliða starfi sínu hjá Janusi lauk hann doktorsprófi í tölvunarfræði haustið 2017 frá Háskólanum í Stirling, Skotlandi. Sæmundur er einnig persónuverndarfulltrúi Janusar endurhæfingar. Sæmundur hefur skrifað mikið af vísindagreinum tengt tölvunarfræði, gervigreind og sjálfvirkri forritun og hvernig hún getur nýst í starfsendurhæfingu. |
Nafn: Sigríður Anna Einarsdóttir
Staða: Félagsráðgjafi Ýmsar upplýsingar: Sigríður Anna lauk B.A. prófi í uppeldisfræði og félagsráðgjöf til starfsréttinda frá Háskóla Íslands 1988. Hún hefur setið fjölda námskeiða, m.a. í fjölskyldumeðferð og fjölskylduvinnu frá Endurmenntunarstofnun H.I.1992, hagnýtt nám í klínískri dáleiðslu á geðdeild Landspítalans 1991-1994 og námskeið á vegum Dr. Katarias School Of Laughter Youga og Ástu Valdimarsdóttur hláturjógakennara, en þaðan útskrifaðist hún sem hláturjógaleiðbeinandi 2007. Hún starfaði á Félagsþjónustunni í Reykjavík 1987, í Vinnuhóp gegn sifjaspellum frá 1987-1993, Geðdeild Lsp. frá 1988-1994, Aðgát félagsráðgjöf og fræðslu frá 1993 og Janus endurhæfingu ehf. frá 2001. |
Nafn: Sigríður Ósk Hannesdóttir
Staða: Leiðbeinandi Ýmsar upplýsingar: Sigríður Ósk hóf störf sem leiðbeinandi á Iðjubraut Janusar endurhæfingar í júní árið 2015. Sigríður hefur stundaði nám í spænsku og þýðingarfræði við Háskóla Íslands, og fataiðnbraut í Tækniskólanum- skóla atvinnulífsins. Sigríður vann um árabil við aðhlynningu fatlaðra og aldraðra einstaklinga, þar sem hún var stuðningur þeirra við athafnir daglegs lífs. Fyrst hjá Þjónustukjarna 2 og 3, Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík og síðan á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð. |
Nafn: Sigríður Pétursdóttir
Staða: Iðjuþjálfi/verkefnisstjóri Ýmsar upplýsingar: Sigríður Pétursdóttir hóf störf sem iðjuþjálfi hjá Janus endurhæfingu ehf.í ágúst 2010. Hún útskrifaðist sem iðjuþjálfi frá Ergo – og fysioterapeutskolen í Næstved í Danmörk í desember 1988. Kláraði sérskipulagt námi í iðjuþjálfunarfræðum B.sc frá Háskólanum á Akureyri 2005. Hún kláraði Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun á vegum Endurmenntunar 2010. Frá 1988 -1994 vann Sigríður á geðdeilum í Noregi og Danmörk. Hún vann sem yfiriðjuþjálfi á Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra, verkefnastjóri í þjónustumiðstöð hjá Reykjavíkurborg. Frá árinu 2000 – 2010 vann hún í Hjálpartækjamiðstöð þar af síðustu þrjú árin sem verkefnastóri í setstöðuteymi. Sigríður hefur sótt fjölda námskeiða og ráðstefna. |
Nafn: Sigrún Ólafsdóttir
Staða: Iðjuþjálfi/verkefnisstjóri Ýmsar upplýsingar: Sigrún hóf störf sem iðjuþjálfi hjá Janusi endurhæfingu ehf. í janúar 2012. Hún útskrifaðist sem iðjuþjálfi frá Ergo-og fysioterapeutskolen í Árósum í Danmörku í mars 1991. Síðan þá hefur hún unnið á Grensásdeild Landspítala við langtíma endurhæfingu og sérhæfði sig þar meðal annars í endurhæfingu heila- og mænuskaðaðra. Síðan 2008 hefur hún kennt á Akstursbannsnámskeiðum hjá Ökuskólanum í Mjódd um afleiðingar alvarlegara umferðarslysa. Sigrún hefur sótt fjölda námskeiða og ráðstefna. |
Nafn: Sólveig Gísladóttir
Staða: Iðjuþjálfi Ýmsar upplýsingar: Sólveig hóf störf sem iðjuþjálfi hjá Janus endurhæfingu ehf. í mars 2008. Hún útskrifaðist sem iðjuþjálfi frá Háskólanum á Akureyri í júní 2007. Sólveig starfaði sem verkefnastjóri í athvarfi fyrir fólk með geðraskanir um nokkura mánaða skeið eftir útskrift. Sólveig er einnig menntaður jógakennari og snyrtifræðingur og vann við sölu- og markaðsstörf hjá heildverslunum með snyrtivörur um margra ára skeið. |
Nafn: Steinberg Þórarinsson
Staða: Öryggis- og tæknistjóri Ýmsar upplýsingar: Steinberg Þórarinsson hóf störf sem sérhæfður aðstoðarmaður hjá Janusi endurhæfingu í mars 2010. Hann stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti á rafiðnabraut. Hann hefur lokið auknum ökuréttindum, vinnuvélaréttindum og verklegum kennsluréttindum á ótal vinnuvélar. Hann vann frá maí 1998 til lok árs 2004 hjá malbikunarfyrirtækinu Bergsteinn ehf. og síðan um tíma sem vörubílstjóri í afleysingastörfum. Frá haustinu 2005 til maí 2007 starfaði hann sem aðstoðarmaður iðjuþjálfa á geðdeild Landspítala Háskólasjúkrahúsi við endurhæfingu geðsjúkra. Frá maí 2007 til júní 2008 starfaði hann hjá kranadeild Kvarna ehf, þar sem hann var ábyrgur fyrir þeirri deild. Frá árinu 2006 hefur Steinberg setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja og félaga, og er m.a. formaður Félags íslenskra raftónlistarmanna. Steinberg gegnir nú stöðu öryggis og tæknistjóra Janusar endurhæfingar
|
Nafn: Vilmundur Guðnason Prófessor
Staða: forstöðumaður vísinda Ýmsar upplýsingar: Vilmundur tók við starfi forstöðumanns vísinda hjá Janusi endurhæfingu frá og með janúarmánuði 2013. Hann lauk embættiprófi í læknisfræði 1985 og doktorsprófi í erfðafræði frá University College í London árið 1995. Hann varð dósent í erfðafræði við Háskóla Íslands árið 1997, gestavísindamaður við University College London Englandi sama ár og prófessor við Háskóla Íslands árið 2008. Árið 2002 varð Vilmundur gestavísindamaður við Institute of Public Health and Primary Prevention við háskólann í Cambridge í Englandi. Árið 1999 tók hann við starfi forstöðulæknis Hjartaverndar og starfar þar enn. Vilmundur hefur sett á laggirnar og stjórnað fjöldanum öllum af vísindarannsóknum og m.a. einni stærstu faraldsfræði rannsókn í heiminum á sviði öldrunar. Vilmundur hefur birt fleiri hundruð vísindagreina sem birst hafa í virtum erlendum vísindatímaritum. |