Kynningar á starfsemi Janusar endurhæfingar eru haldnir eftir þörfum í húsakynnum okkar að Skúlagötu 19, fjórðu hæð. Þær eru ætlaðar þeim sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi Janusar endurhæfingar með hugsanlega starfsendurhæfingu í huga.
Þeir sem hafa áhuga á að mæta eru beðnir að senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hafa samband í síma 514-9177 eða 514-9175 og láta skrá sig.
Heilbrigðisstarfsfólk, starfsfólk Félagsþjónustunnar og aðrir sem koma að heilbrigðis- og endurhæfingarmálum eru einnig velkomnir á þessar kynningar en einnig er boðið upp á sérstakar kynningar fyrir þá hópa. Kynningarnar eru einnig fyrir aðstandendur, bæði aðstandendur þeirra sem eru að skoða Janus endurhæfingu með það í huga að hefja þar endurhæfingu, og einnig ef aðstandendur þeirra sem eru nú þegar hjá Janus endurhæfingu hafa áhuga á að kynna sér endurhæfinguna þar betur.