Uppskera og útivera
18.08.2020 - 24.09.2020
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Þriðjudaginn 18. ágúst hefst námskeiðið Uppskera og útivera í Janusi endurhæfingu. Markmið námskeiðsins er að kynnast garðrækt, hvað þarf við gróðursetningu og umhirðu matjurtagarðs.
Á þriðjudögum er mæting í Laugardal á bílastæði við inngang í Grasagarðinn. Markmið námskeiðsins er að kynnast garðrækt, hvað þarf til að hefja og skipuleggja garðrækt. Þátttakendur taka þátt í að sinna matjurtargarði Janusar endurhæfingar.
Á fimmtudögum verðum við innanhúss og hlúum að þeim mismunandi tegundum af kryddjurtum sem verið er að rækta innandyra. Skoðað verður hvað sé hægt að rækta að vetri til. Einnig verður farið í gönguferðir og sjónum beint að árstíðarbundnum verkum í nátturunni.
Á námskeiðinu verður farið í eftirfarandi þætti:
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samvinnu við tengiliði og inn á Janus Manager. Umjónarmenn verða Halldór, Dísa og Stína.