Núvitund - æfingar
17.08.2020 - 22.09.2020
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.
Mánudaginn 17. ágúst hefst námskeiðið Núvitund- æfingar í Janusi endurhæfingu. Námskeiðið nær yfir átta vikna tímabil 2x í viku á mánud. og þriðjud. frá kl. 11:30 til kl. 12:00. Markmið námskeiðsins er að þjálfa færni í núvitund. Læra leiðir til þess að ná betri stjórn á hugsunum og fá innsýn í líðan sína.
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Umsjónarmaður námskeiðs er Sigríður Pétursdóttir.