Sjósund í Nauthólsvík
14.08.2020
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Föstudaginn 14. ágúst verður Sjósund í Nauthólsvík. Þátttakendur fá kynningu á sjósundi og farið verður yfir jákvæð áhrif þess á líðan. Í boði verður að prufa að fara í sjóinn og skoða aðstöðuna. Einnig verður farið yfir hvað þarf að hafa í huga við sjósund. Þátttakendur sem fara í sjósund, heita pottinn eða lónið þurfa að taka með sér sundföt og handklæði. Hist verður í Nauthólsvík við inngang að sjósunds aðstöðu.
Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur eru Högni og Salóme Halldórsdóttir.