Borðtennis - örnámskeið
14.08.2020
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Föstudaginn 14. ágúst verður örnámskeið í Borðtennis. Markmið námskeiðs er að kynnast borðtennis sem íþrótt og njóta samveru og samvinnu ásamt því að hafa gaman. Í námskeiðinu verður að kennt hvernig eigi að slá með bak og forhönd í borðtennis. Hist verður við afgreiðsluna í TBR húsinu (hús nr. 1 af tveimur og í kjallara).
Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Magnús og Berglind Ásgeirsdóttir.