Blómin tala - örnámskeið
13.08.2020
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.
Fimmtudaginn 13. ágúst verður örnámskeiðið Blómin tala. Í námskeiðinu verður farið yfir vinsælustu blómategundirnar, umhirðu blóma og góð ráð. Markmið námskeiðsins er að koma saman, fræða og fræðast um hinar ýmsu blómategundir. Einnig gefst tækifæri til að skiptast á afleggjurum fyrir þá sem vilja.
Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Nína og Linda.