Svefnfræðsla - örnámskeið
13.08.2020
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Fimmtudaginn 13. ágúst verður örnámskeiðið Svefnfræðsla. Námskeiðið verður lagt upp sem fræðsla og umræða. Við munum m.a. skoða afhverju svefnin er okkur svona mikilvægur, hvað eru góðar svefnvenjur og hvernig það tengist heilbrigðum lífsstíl og rútínu. Markmið námskeiðsins er að þátttakandi verði meðvitaðri um svefn og svefnvenjur.
Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Umsjónarmenn eru Salóme Halldórsdóttir og Jón Hjalti Brynjólfsson, félagsráðgjafar.