Textíl tilraunir, taulitun - örnámskeið
12.08.2020-13.08.2020
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.
Miðvikudaginn 12. ágúst og fimmtud. 13. ágúst verður örnámskeiðið Textíl tilraunir - taulitun. Á námskeiðinu verða kynntar alls konar leiðir til að búa til mismunandi mynstur í föt eða efni. Notast verður við tauliti til að lita boli eða tuskur sem er fyrst snúið upp á og svo hnýtt með teygjum. Fyrsta prufan er gerð í tuskur og svo býðst þátttakendum að prófa að lita boli eða efni að heiman. Markmiðið er að kynnast mynsturgerð í taulitun og njóta þess að læra að búa til fallega gjafavöru sem er bæði einföld og fljótleg í verki.
Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Sigga og Dísa.