Skógarlíf í borginni - örnámskeið
12.08.2020-14.08.2020
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.
Miðvikudaginn 12. ágúst og föstud. 14. ágúst verður örnámskeiðið Skógarlíf í borginni þar sem mun verða kynnt hvaða verkefni Janus endurhæfing hefur verið að vinna að í Öskjuhlíðinni. Í námskeiðinu verður þátttakendum kynnt umhirða skógar og allt það sem skógarlíf býður upp á, æfa félagsleg samskipti og samvinnu. Einnig að auka heilbrigði skógarins, til dæmis með kvistun.
Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Umsjónarmenn verða Halldór, Sigga og Elsa Sveinsdóttir.