Jóga og jóga Nidra slökun - örnámskeið
12.08.2020
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Miðvikudaginn 12. ágúst verður örnámskeiðið Jóga og jóga Nidra slökun. Námskeiðið byggir á grunnþáttum Hatha jóga og Jóga Nidra djúpslökunar. Í námskeiðinu verða gerðar jógateygjur og léttar styrkjandi æfingar auk öndunaræfinga, sem stuðla að ró og núvitund. Námskeiðið er fyrir þátttakendur Janusar endurhæfingar og hentar sérlega vel fyrir byrjendur eða þá sem vilja byrja á grunninum í jóga og kynnast Jóga Nidra. Markmið námskeiðsins er að kynna grunnæfingar í Hatha Jóga og Jóga Nidra djúpslökun. Þetta tvennt getur gefið manni ró og betri tengingu við líkama, huga og sál.
Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Umsjónarmenn verða Sólveig Gísladóttir og Berglind Ásgeirsdóttir, iðjuþjálfar og jógakennarar.