Steyptar blöðruskálar - örnámskeið
11.08.2020
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Þriðjudaginn 11. ágúst verður örnámskeiðið Steyptar blöðruskálar. Í námskeiðinu verða búnar til blöðruskálar úr steypu. Markmiðið er að þátttakendur fái innsýn inní að vinna einfalda og skemmtilega hluti úr steypu, ásamt því að veita þátttakendum stuðning og skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra.
Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Dísa og Guðný Elín.