Zumba fyrir alla - örnámskeið
11.08.2020
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.
Þriðjudaginn 11. ágúst verður örnámskeiðið Zumba fyrir alla. Námskeiðið er tækifæri til að kynnast aðal grunnsporunum í Zumba. Zumba er sambland af dönsum á borð við Salsa, Hip Hop, Merengue, Reggaetón, Cha Cha Cha, Samba, Cumbia, afródansi o.fl. Dansað er í takt við fjölbreytta og skemmtilega nútíma tónlist, bæði með hraðari og rólegri takti. Ef þú ert að huga að því að fara að mæta í Zumba námskeið, þá er þetta námskeið mjög góður grunnur fyrir þig.
Mælt er með því að mæta í þægilegum, léttum fatnaði sem auðvelt er að hreyfa sig í og val er um að koma með íþróttaskó.
Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Sigríður Hannesdóttir, Elsa og Sigríður Pétursdóttir.