Þessi síða notar vefkökur.
Vefkökur (e. cookies) eru litlar textaskrár sem eru geymdar í minninu á tölvunni þinni í gegnum vafrann þinn.
Þær eru notaðar til þess að gera notendaupplifun þína sem besta og einfalda okkur að hafa yfirlit yfir þínar stillingar, tryggja öryggi og til að greina umferð um síðuna.

Download as iCal file
Macrame/hnýtingar - örnámskeið
Monday, 10. August 2020, 13:00 - 15:30
Hits : 99

Macrame/hnýtingar - örnámskeið

10.08.2020

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.

Mánudaginn 10. ágúst verður örnámskeið í hnýtingum í Janusi endurhæfingu. Hnýtingar (Macrame) er skemmtileg aðferð við að búa til vegghengi, blómahengi eða annað úr hnýtingagarni. Nokkrir einfaldir hnútar verða kenndir, samsetning þeirra býr til mynstur sem hver og einn þátttakandi getur hannað sjálfur. Markmiðið er að koma þekkingunni í handverki til skila og leyfa sköpunargáfunni að njóta sín. Ná fram sjálfsöryggi í handverki og skapa fallega hluti. Hnýtingar eru mjög skapandi og gefandi. Tilvalið fyrir þá sem hafa enga reynslu af handverki sem og þá sem vilja bæta við sig meiri þekkingu í handverki.

  • Mánudaginn 10. ágúst kl. 13:00-15:30 (2. hæð - suður)

Afrakstur vinnunnar verður seldur. Allur ágóðinn rennur í styrktarsjóð Janusar endurhæfingar sem styrkir einstaklinga í endurhæfingunni sem eru í tímabundinni fjáhagslegri neyð. Leiðbeinendur verða Dísa og Magnea.

Location 2. hæð, Skúlagötu 19

Efnisleit

© 2018 Janus endurhæfing ehf. | Læknisfræðileg starfs- og atvinnuendurhæfing | kt: 671099-3629 | Sími 514-9175 | janus@janus.is | Janus endurhæfing er opin alla virka daga milli 8:00-16:00 | Síminn er opinn virka daga frá 8:00-12:00 og 13:00-15:00 |