Hatha jóga - örnámskeið
10.08.2020
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Mánudaginn 10. ágúst verður örnámskeið í Hatha jóga. Jóga er góð leið til að tengjast líkama, öndun og huga. Í námskeiðinu verða gerðar jógateygjur og léttar styrkjandi æfingar auk öndunaræfinga, sem stuðla að ró og núvitund. Tíminn endar á slökun. Námskeiðið er fyrir þátttakendur Janusar endurhæfingar og hentar bæði byrjendum og lengra komnum.
Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Umsjónarmenn verða Sólveig Gísladóttir og Berglind Ásgeirsdóttir, iðjuþjálfar og jógakennarar.