Þessi síða notar vefkökur.
Vefkökur (e. cookies) eru litlar textaskrár sem eru geymdar í minninu á tölvunni þinni í gegnum vafrann þinn.
Þær eru notaðar til þess að gera notendaupplifun þína sem besta og einfalda okkur að hafa yfirlit yfir þínar stillingar, tryggja öryggi og til að greina umferð um síðuna.

Download as iCal file
Listasmiðja og mósaík - örnámskeið
Friday, 7. August 2020, 09:00 - 11:30
Hits : 293

Listasmiðja og mósaík - örnámskeið

07.08.2020-14.08.2020

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.

Föstudaginn 7. ágúst hefst Listasmiðja og mósaík -- örnámskeið í Janusi endurhæfingu. Markmiðið er bjóða aðstöðu til að þátttakendur geti komið með sín verkfæri og verkefni og unnið að þeim í Janusi endurhæfingu. Einnig að skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra og virkja áhugahvöt hvers og eins. Mósaík er glervinna þar sem litlum glerbútum er raðað og þær límdar á undirstöðu. Afrakstur vinnunnar verður seldur. Allur ágóðinn rennur í styrktarsjóð Janusar endurhæfingar sem styrkir einstaklinga í endurhæfingunni sem eru í tímabundinni fjáhagslegri neyð.

  • Miðvikud. 12. ágúst kl. 13:00-15:30 (2. hæð miðja)
  • Föstud. 7. og 14. ágúst kl. 09:00-11:30 (2. hæð miðja)

Markmiðið er að ..

  • þjálfa listrænt innsæi, ákvarðanatöku og sköpunargleði með handverki
  • að veita þátttakendum stuðning og skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra.
  • þátttakendur geti beitt helstu aðferðum mósaíkvinnunnar og tekið sjálfstæðar ákvarðanir hvað varðar liti, mynstur og frágang
  • bjóða aðstöðu til að þátttakendur geti sinnt sinni listsköpun í fallegu og hvetjandi umhverfi.
  • virkja áhugahvöt hvers og eins

Gert er ráð fyrir sjálfstæðum vinnubrögðum þátttakanda

Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu í samráði við umsjónarmenn námskeiðs. Skráning fer fram í samvinnu við tengiliði og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Kristín Stefánsdóttir, Þórdís Halla Sigmarsdóttir og Sigríður Ósk Hannesdóttir.

Location 2. hæð, Skúlagötu 19

Efnisleit

© 2018 Janus endurhæfing ehf. | Læknisfræðileg starfs- og atvinnuendurhæfing | kt: 671099-3629 | Sími 514-9175 | janus@janus.is | Janus endurhæfing er opin alla virka daga milli 8:00-16:00 | Síminn er opinn virka daga frá 8:00-12:00 og 13:00-15:00 |