Kvíðafræðsla
16.11.2018-21.12.2018
Fyrir hverja: Alla þátttakendur á Heilsu- og Vinnubraut.
Föstudaginn 16.nóv. hefst námskeiðið Kvíðafræðsla sem verður haldið í 6 skipti á föstudögum kl. 09:00-11:30. Námskeiðið er fyrir þátttakendur á Heilsu- og Vinnubraut og hittist hópurinn á 4. hæð í Janusi endurhæfingu. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist aukna þekkingu á kvíða og kvíðaröskunum ásamt helstu aðferðum til að vinna með kvíðaraskanir.
Á námskeiðinu verður farið yfir eftirfarandi efni;
Námskeiðið er lokaður hópur og því ekki hægt að skrá sig í það á miðju tímabili. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Námskeiðið telur til mætinga og ef þátttakandi mætir ekki í þrjú skipti án viðunandi útskýringar verður hann skráður úr námskeiðinu í samráði við tengilið viðkomandi. Umsjónarmenn námskeiðs eru Axel Bragi Andrésson, sálfræðingur og Elsa Sveinsdóttir, félagsráðgjafi.