• 166
 • AL1140608
 • AP1030459
 • IMGP2983
 • IMGP3059
 • IMGP3090
 • IMGP3267
 • IMGP3292
 • IMGP3299
 • IMGP3312
 • IMGP3323
 • IMGP3813
 • IMGP5645
 • IMGP8912
 • IMG_4446
 • L1140377
 • L1140430
 • L1140545
 • L1140551
 • L1140552
 • L1140554
 • L1140555
 • L1140557
 • L1140558
 • L1140560
 • L1140563
 • L1140568
 • L1140594
 • L1140596
 • L1140609
 • L1140611
 • L1140613
 • L1140616
 • P1020822
 • P1020835
 • P1030112
 • P1030316
 • P1030830
 • taekniskolinn
 • vorduskoli

Undirbúningsnámskeið í stærðfræði sérsniðið fyrir þátttakendur Janusar endurhæfingar

Í júní næstkomandi verður boðið upp á undirbúningstíma í stærðfræði þar sem lagður verður grunnur að góðum vinnubrögðum við talnareikning, bókstafareikning og jöfnur. Einnig verður fjallað um hnitakerfið og jöfnu beinnar línu.

Markmið námskeiðsins er að minnka það álag sem nemendur verða fyrir þegar þeir hefja nám í fyrstu áföngum í stærðfræði eftir nokkurt hlé frá námi. Námskeiðinu er einnig ætlað að hjálpa þeim nemendum sem ekki hafa náð nægilega góðum árangri í stærðfræði í grunnskóla eða í fyrstu áföngum stærðfræði í framhaldsskóla.

Kristján Kristjánsson stærðfræðikennari við Tækniskólann skóla atvinnulífsins er skipuleggjandi og kennari námskeiðsins. Námskeiðið mun standa yfir í þrjár vikur. Kennt verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl: 13:00 til 14:30.

PrentaNetfang

Fjallgönguverkefni hjá Janusi endurhæfingu

      

 

Í apríl fór af stað fjallgönguverkefni í Janus endurhæfingu. Við fengum til liðs við okkur margreynda leiðsögumenn, Rósu Sigrúnu Jónsdóttur og Pál Ásgeir Ásgeirsson.
Með þessu verkefni hvetja sérfræðingar Janusar endurhæfingar þátttakendur til útiveru, vitandi að rannsóknir leiða í ljós jákvæð áhrif útivistar og hreyfingar á andlega og líkamlega heilsu. Í fjallgöngum er stefnt á toppinn og sú sigurtilfinning sem fylgir því að komast þangað eflir sjálfstraust og trú á eigin getu.

Íslensku alparnir gáfu göngubrodda sem voru nauðsynlegir til að gera þetta verkefni að veruleika og kann starfsfólk, stjórn og þátttakendur Janusar endurhæfingar þeim bestu þakkir fyrir þennan rausnarlega styrk.

 

 

PrentaNetfang

Að sleppa tökum á kvíða og læra að lifa lífinu til fulls

Þann 13. apríl 2015 hefst hópmeðferð sem byggir á aðferðum ACT (Acceptance and Commitment Therapy). Í ACT er sérstök áhersla lögð á aðferðir núvitundar (mindfulness). Þátttakendur læra að takast á við kvíða á áhrifaríkan hátt. Markmið þessara aðferða er að skapa rými fyrir þær hugsanir, tilfinningar og líkamleg einkenni sem vekja upp kvíða í stað þess að forðast þær. Kennt verður að takast á við áhyggjur, kvíða og ótta með aðferðum núvitundar og einnig læra þátttakendur að þekkja gildi sín og eru studdir í að lifa í samræmi við þau.

Hópmeðferðin fer fram í 8-10 manna hóp sem hittist einu sinni í viku í 8 skipti á mánudögum kl. 12:30 – 14:30 í húsnæði Janusar endurhæfingar, Skúlagötu 19, 3. Hæð. Stjórnendur eru sálfræðingar JE; Halldóra Björk Bergmann og Emanúel Geir Guðsmundsson.

PrentaNetfang