Endurhæfingarbrautirnar fimm

Bæklingur

Janus endurhæfing - bæklingur

Aðalfundur Iðjuþjálfafélags Íslands

Föstudaginn 7. mars 2014 var haldið áhugavert málþing á vegum Iðjuþjálfafélags Íslands í húsnæði Janusar endurhæfingar. Afar góð mæting var eða hátt á annað hundrað manns. Mörg fræðandi erindi voru flutt, sem vöktu áhuga fundargesta.

Málþing

Batahvetjandi þjónusta í heilsugæslunni: Auður Axelsdóttir.

Félagsfærni barna: Harpa María Örlygsdóttir.

Staða iðjuþjálfunar innan starfsendurhæfingar á Íslandi: Kristín Siggeirsdóttir.

Fólk með skerta taugastarfsemi: Ingibjörg Ólafsdóttir, Hulda Þórey Gísladóttir og Erica do Carmo Ólason.

Frumkvöðlastarf: Bjargey Ingólfsdóttir.

Þróun iðjuþjálfunar á almennu sviði HH: Guðrún Hafsteinsdóttir.

Iðjuþjálfun á öldrunarheimilum: Sigurbjörg Hannesdóttir og Hildur Þráinsdóttir.

Notkun færni- og iðjumiðaðra matstækja í starfi með börnum: hver er ávinningurinn?

Björk Steingrímsdóttir, Þóra Leósdóttir, Þórunn R Þórarinsdóttir.

Samstarfsverkefni stjórnar félagsins og Iðjuþjálfunardeildar HA: Kristín Sigursveinsdóttir.

Í kjölfarið á málþinginu var aðalfundur Iðjuþjálfafélags Íslands haldinn og tókst hann einnig með ágætum, enda allt vel skipulagt af stjórninni og félögum tengdum henni.

Málþing fyrirlesarar

 

Fjármálanámskeið

Fjármálanámskeið hjá Janus endurhæfingu á vorönn 2014

Read moreFimmtudaginn 20. febrúar kl. 10:10 -13:10

Fimmtudaginn 27. febrúar kl. 10:30- 12:55 
Fimmtudaginn 6. mars kl. 12:20 – 14:00.

Á námskeiðinu verður fjallað um ýmislegt er varðar fjármál. Meðal efnis verður:

Nánar...

 

Hugræn Atferlismeðferð við Félagskvíða

Hópmeðferð við félagsfælni fyrir þátttakendur hjá Janusi endurhæfingu hefst föstudaginn 7. febrúar 2014 kl.10:00-12:00. Um er að ræða 10 vikur, til 11. apríl 2014, þar sem unnið er markvisst að því að draga úr kvíða og óöryggi í félagslegum aðstæðum með aðferðum Hugrænnar Atferlismeðferðar (HAM). Markmiðið er að þátttakendur læri leiðir til að draga úr kvíða innan um aðra, kenndar eru aðferðir í samskiptum og veitt er fræðsla og aðstoð til að auka sjálfstraustið.

Nánar...

 

Að lifa með kvíða

Sálfræðiþjónusta Janusar endurhæfingar býður upp á hópmeðferð fyrir þátttakendur hjá Janusi endurhæfingu.

„Að lifa með kvíða“ byggir á Acceptance and Commitment therapy (ACT) og er nýjung á Íslandi. Hún hefst miðvikudaginn 5. febrúar 2014, kl. 10:00-12:00.

Nánar...

 

Heimsókn frá Atvinnutorgi Reykjavíkurborgar

Þann 13. desember s.l. kom fríður hópur frá Atvinnutorgi Reykjavíkurborgar í heimsókn til okkar til að kynna sér starfsemi Janusar endurhæfingar og segja okkur frá sínu starfi. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og þann áhuga sem þau sýna starfsemi okkar.

 

Styrktarsjóður Janusar endurhæfingar

Sjóðurinn var stofnaður í apríl 2013 til að styrkja þátttakendur, sem eru í tímabundinni fjárhagslegri neyð eftir að fullreynt hefur verið að þeir fá ekki frekari fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi eða hinu opinbera.

Nánar...

 

Síða 1 af 14

Dagatal Janusar

April 2014
S M T W T F S
30 31 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 1 2 3

Á döfinni

Fös apr 25, 2014 @13:00 - 02:00eh
Kynningarfundur
Fös maí 09, 2014 @13:00 - 02:00eh
Kynningarfundur