• 166
 • 1L1160932
 • 1L1160935
 • AL1140608
 • AL1160730
 • AL1160945
 • AL1160953
 • AL1160956
 • AP1030112
 • AP1030459
 • IMGP2983
 • IMGP3059
 • IMGP3090
 • IMGP3267
 • IMGP3292
 • IMGP3299
 • IMGP3312
 • IMGP3323
 • IMGP3813
 • IMGP5645
 • IMGP8912
 • IMG_4446
 • L1140377
 • L1140430
 • L1140545
 • L1140551
 • L1140552
 • L1140554
 • L1140555
 • L1140557
 • L1140558
 • L1140560
 • L1140563
 • L1140568
 • L1140594
 • L1140596
 • L1140609
 • L1140611
 • L1140613
 • L1140616
 • L1160722
 • L1160733
 • L1160745
 • L1160926
 • L1160927
 • L1160928
 • L1160930
 • L1160931
 • L1160937
 • L1160942
 • L1160944
 • L1160946
 • L1160962
 • P1020822
 • P1020835
 • P1030316
 • P1030830
 • skogarferd
 • taekniskolinn
 • vorduskoli

Heimsókn iðjuþjálfanema frá Austurríki

Þann 27. maí komu tveir austurrískir iðjuþjálfanemar í heimsókn. Þeir eru í vettvangsnámi í Hlutverkasetri og komu ásamt starfsmanni Hlutverkaseturs til að kynna sér starfsemi Janusar endurhæfingar. Við þökkum þeim ánægjulega heimsókn og áhugann sem þau sýndu starfsemi Janusar endurhæfingar.

PrentaNetfang

Skógarferð í Öskjuhlíð

 

Fyrir hádegis hópurinn á Iðjubraut fór í stutta ferð í vikunni til að kynna sér grenndarskóg  Menntavísindasviðs HÍ í Öskjuhlíð  sem skólinn hefur notað í mörg ár í  útinámstengdum valnámskeiðum í  kennaranámi s.s. "Lesið í skóginn" og "útinám og græn nytjahönnun" á meistarastigi og einnig af öðrum brautum s.s. á félagsmála og tómstundabraut og í náttúrufræðikennslu.

Janus endurhæfing hyggst nota til reynslu hluta af grenndarskógi HÍ fyrir þátttakendur sína á Iðjubraut og sinna þar mikilvægum verkefnum í skógarhirðu og grisjun, leggja stíg í gegnum svæðið, búa til rjóður og kortleggja svæðið m.t.t. gróðurtegunda s.s. lág- (gras og blómtegundir) og hágróðurs (trjáa). Auk þess verður fuglalífið skoðað og skráð.

Efni sem til fellur við skógarhirðuna verður notað í ýmiss konar skapandi tálgunarverkefni.

Auk náttúrutengdra verkefna verða skógarferðirnar notaðar til að þjálfa upplifunar- og skyjunarfærni þátttakenda og læra að njóta þess að dvelja í náttúrunni.

Í ferðinni var að sjálfsögðu hitað ketilkaffi, spjallað saman við eldinn og stundarinnar notið.

PrentaNetfang

Undirbúningsnámskeið í stærðfræði sérsniðið fyrir þátttakendur Janusar endurhæfingar

Í júní næstkomandi verður boðið upp á undirbúningstíma í stærðfræði þar sem lagður verður grunnur að góðum vinnubrögðum við talnareikning, bókstafareikning og jöfnur. Einnig verður fjallað um hnitakerfið og jöfnu beinnar línu.

Markmið námskeiðsins er að minnka það álag sem nemendur verða fyrir þegar þeir hefja nám í fyrstu áföngum í stærðfræði eftir nokkurt hlé frá námi. Námskeiðinu er einnig ætlað að hjálpa þeim nemendum sem ekki hafa náð nægilega góðum árangri í stærðfræði í grunnskóla eða í fyrstu áföngum stærðfræði í framhaldsskóla.

Kristján Kristjánsson stærðfræðikennari við Tækniskólann skóla atvinnulífsins er skipuleggjandi og kennari námskeiðsins. Námskeiðið mun standa yfir í þrjár vikur. Kennt verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl: 13:00 til 14:30.

PrentaNetfang