Endurhæfingarbrautirnar fimm

Bæklingur

Janus endurhæfing - bæklingur

Sumarlokun

Skrfstofa Janusar endurhæfingar er lokuð vegna sumarleyfa frá og með 16. júlí, en opnar á ný þriðjudaginn 5. ágúst.

Með sumarkveðju,

Starfsfólk Janusar endurhæfingar

 

Laus staða aðstoðarmanns iðjuþjálfa

Laus staða aðstoðarmanns iðjuþjálfa

Janus endurhæfing er fyrirtæki sem sinnir starfsendurhæfingu. Fyrirtækið hefur starfað frá árinu 2000 og hefur á þeim tíma skapað sér sess innan síns sérsviðs. Árið 2004 hlaut Janus endurhæfing Starfsmenntaverðlaunin fyrir framúrskarandi árangur í atvinnuendurhæfingu og frumkvöðlastarf. Síðan þá hefur starfsemin þróast mikið og er nú á tveimur stöðum, að Skúlagötu 19 í Reykjavík og í Tækniskólanum- skóla atvinnulífsins. Fyrirtækið hefur á að skipa um 30 samheldnum starfsmönnum auk fjölda verktaka.

Enn frekara þróunarstarf og uppbygging á sér nú stað innan Janusar endurhæfingar sem býður upp á spennandi möguleika fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess. Rík áhersla er lögð á að virkja styrkleika hvers og eins starfsmanns þannig að allir njóti sín og líði sem best í starfi enda teljum við það forsendu þess árangurs sem við stefnum að.

Janus endurhæfing auglýsir lausa til umsóknar 100% stöðu aðstoðarmanns iðjuþjálfa. Umsóknarfrestur er til 25. júlí. Umsóknum skal skila á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Janusar endurhæfingar, www.janus.is.

Velkomið er einnig að hafa samband við Kristínu Siggeirsdóttur framkvæmdastjóra í síma 898 7194.

Öllum umsóknum verður svarað.

Hæfniskröfur

Ekki er gerð sérstök krafa um menntun. Krafist er góðrar þekkingar, reynslu og áhuga á

helstu tegundum handverks. Starfsmaður þarf að vera sjálfstæður í vinnubrögðum, lausnamiðaður, sýna frumkvæði í verkefnavali og þróun verkefna og geta leiðbeint öðrum. Krafist er hæfni í samskiptum og áhuga á teymisvinnu.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafði störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

 

Sumarlokun

Skrifstofa Janusar endurhæfingar er lokuð vegna sumarleyfa frá og með 16. júlí, en opnar á ný þriðjudaginn 5. ágúst.

Með sumarkveðju,

Starfsfólk Janusar endurhæfingar

 

Laus staða iðjuþjálfa

Laus staða iðjuþjálfa

Janus endurhæfing er fyrirtæki sem sinnir starfsendurhæfingu. Fyrirtækið hefur starfað frá árinu 2000 og hefur á þeim tíma skapað sér sess innan síns sérsviðs. Árið 2004 hlaut Janus endurhæfing Starfsmenntaverðlaunin fyrir framúrskarandi árangur í atvinnuendurhæfingu og frumkvöðlastarf. Síðan þá hefur starfsemin þróast mikið og er nú á tveimur stöðum, að Skúlagötu 19 í Reykjavík og í Tækniskólanum- skóla atvinnulífsins. Fyrirtækið hefur á að skipa um 30 samheldnum starfsmönnum auk fjölda verktaka.

Enn frekara þróunarstarf og uppbygging á sér nú stað innan Janusar endurhæfingar sem býður upp á spennandi möguleika fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess. Rík áhersla er lögð á að virkja styrkleika hvers og eins starfsmanns þannig að allir njóti sín og líði sem best í starfi enda teljum við það forsendu þess árangurs sem við stefnum að.

Janus endurhæfing auglýsir lausa til umsóknar 100% stöðu iðjuþjálfa. Umsóknarfrestur er til 25. júlí. Umsóknum skal skila á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Janusar endurhæfingar, www.janus.is.

Einnig er velkomið að hafa samband við Kristínu Siggeirsdóttur framkvæmdastjóra í síma 898 7194.

Öllum umsóknum verður svarað.

Menntunar og hæfniskröfur

Krafist er iðjuþjálfamenntunar og löggilts starfsleyfis. Starfið felur í sér jafnt einstaklingsmiðaða vinnu sem og hópvinnu með þátttakendum. Viðkomandi þarf að vera skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum, hafa áhuga á að þróa hugmyndir sínar í starfsendurhæfingu og vera óhræddur við að takast á við ný og krefjandi verkefni. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi hæfni í samskiptum og áhuga á teymisvinnu.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

 

Grunnur að góðri heilsu

Námskeið fyrir þátttakendur á Einstaklingsbraut vorið 2014
Skúlagata 19, 4. hæð.
Vinsamlega hafið samband við tengilið.

Erindin eru fyrir hádegi, frá kl. 10:00-12:00 .
a. Erindi kl. 10:00-10:55
Hlé kl. 10:55-11:05.
b. Erindi kl. 11:05-12:00.

1.-Mánudaginn 28. apríl.
a. Jafnvægi í daglegu lífi. Sólveig Gísladóttir iðjuþjálfi.
b. Hvernig nýtti ég endurhæfinguna? Fyrrverandi þátttakandi segir frá því.

2.-Mánudaginn 5. maí.
a. Næring og heilsa. Hrefna Þórðardóttir sjúkraþjálfari.
b. Gildi hreyfingar.  Ásdís, Ragnheiður og Hrefna sjúkraþjálfarar.

3.-Þriðjudaginn 13. maí.
a. Fjármál. Sigríður Anna Einarsdóttir og Björg Karlsdóttir félagsráðgjafar.
b. Svefninn. Helgi Jónsson geðlæknir.

4.-Mánudaginn 19 maí.
a. Markmið og gildi. Mikilvægi þess að setja sér markmið sem samræmist gildum. Sigurður Viðar sálfræðingur.
b. Hugsanavírusar-/skekkjur. Að greina hindrandi hugsanir. Sigríður Anna Einarsdóttir félagsráðgjafi.

5.-Mánudaginn 26. maí
a. Ferilskrá- uppbygging ferilskrár. Sigríður Anna Einarsdóttir félagsráðgjafi.
b. Atvinnuviðtalið-undirbúningur  og hugsanlegar spurningar. Sigríður Anna Einarsdóttir.

 

Aðalfundur Iðjuþjálfafélags Íslands

Föstudaginn 7. mars 2014 var haldið áhugavert málþing á vegum Iðjuþjálfafélags Íslands í húsnæði Janusar endurhæfingar. Afar góð mæting var eða hátt á annað hundrað manns. Mörg fræðandi erindi voru flutt, sem vöktu áhuga fundargesta.

Málþing

Batahvetjandi þjónusta í heilsugæslunni: Auður Axelsdóttir.

Félagsfærni barna: Harpa María Örlygsdóttir.

Staða iðjuþjálfunar innan starfsendurhæfingar á Íslandi: Kristín Siggeirsdóttir.

Fólk með skerta taugastarfsemi: Ingibjörg Ólafsdóttir, Hulda Þórey Gísladóttir og Erica do Carmo Ólason.

Frumkvöðlastarf: Bjargey Ingólfsdóttir.

Þróun iðjuþjálfunar á almennu sviði HH: Guðrún Hafsteinsdóttir.

Iðjuþjálfun á öldrunarheimilum: Sigurbjörg Hannesdóttir og Hildur Þráinsdóttir.

Notkun færni- og iðjumiðaðra matstækja í starfi með börnum: hver er ávinningurinn?

Björk Steingrímsdóttir, Þóra Leósdóttir, Þórunn R Þórarinsdóttir.

Samstarfsverkefni stjórnar félagsins og Iðjuþjálfunardeildar HA: Kristín Sigursveinsdóttir.

Í kjölfarið á málþinginu var aðalfundur Iðjuþjálfafélags Íslands haldinn og tókst hann einnig með ágætum, enda allt vel skipulagt af stjórninni og félögum tengdum henni.

Málþing fyrirlesarar

 

Síða 1 af 15

Dagatal Janusar

July 2014
S M T W T F S
29 30 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 1 2

Á döfinni

No events