Endurhæfingarbrautirnar fimm

Bæklingur

Janus endurhæfing - bæklingur

Árangur endurhæfingar 2000 - 2013

Gengið hefur verið frá yfirliti yfir árangur þátttakenda fyrir árin 2000 til 2013. Sjá nánar undir flipinn Um Janus – Árangur endurhæfingar.

 

Hópmeðferð við félagsfælni

Hópmeðferð við félagsfælni fyrir þátttakendur hjá Janusi endurhæfingu hefst fimmtudaginn 18.september 2014, kl.13:00-15:00. Um er að ræða 10 vikur, þar sem unnið er markvisst að því að draga úr kvíða og óöryggi í félagslegum aðstæðum með aðferðum Hugrænnar Atferlismeðferðar (HAM). Markmiðið er að þátttakendur læri leiðir til að draga úr kvíða innan um aðra, kenndar eru aðferðir í samskiptum og veitt er fræðsla og aðstoð til að auka sjálfstraustið.

Hópmeðferðin fer fram í 10 manna hóp sem hittist einu sinni í viku í húsnæði Janusar,  Skúlagötu 19, 2. hæð og er undir stjórn sálfræðinga Janusar, Liv Önnu Gunnell og Sigurðar Viðar. Hópmeðferðin er undirbúin í samvinnu við sálfræðinga Kvíðameðferðarstöðvarinnar, sem hafa áralanga reynslu í hópmeðferð við félagsfælni sem borið hefur góðan árangur.

Kostir við hópmeðferð m.a. er að þátttakandi kynnist öðrum með sama vanda og upplifir sig þar af leiðandi ekki eins einangraðan með sinn vanda, hann getur lært af reynslu annarra og aðrir lært af honum ásamt því að þátttakendur fá stuðning og hvatningu hver frá öðrum.

 

Að lifa með kvíða

„Að lifa með kvíða“ byggir á Acceptance and Commitment therapy (ACT) og er nýjung á Íslandi. Hún hefst miðvikudaginn 10.sept. 2014, kl. 13:00-15:00.

ACT kennir að það er í lagi að finna fyrir óæskilegum, óþægilegum hugsunum og tilfinningum í líkamanum. Þátttakendur læra að fylgjast með þeim án þess að leggja á þær dóma og frekar en að berjast við þessar hugsanir og tilfinningar læra þátttakendur nýjar leiðir til að takast á við þær. Markmið þessa meðferðarforms er að hjálpa þátttakendum við að sættast við eigin hugsanir, tilfinningar og líkamleg einkenni sem vekja upp kvíða frekar en að forðast þær. Einnig eru kenndar aðferðir til að takast á við áhyggjur, kvíða og ótta með aðferðum núvitundar (mindfulness). Að auki læra þátttakendur að þekkja gildi sín og eru studdir í að gera það sem samræmist gildum þeirra og markmiðum í lífinu.

Hópmeðferðin fer fram í ca. 10 manna hóp sem hittist einu sinni í viku í húsnæði Janusar, Skúlagötu 19, 2. hæð og er undir stjórn sálfræðinga Janusar, Halldóru B. Bergmann og Liv Önnu Gunnell.

 

Grunnur að góðri heilsu

Námskeið fyrir þátttakendur á Einstaklingsbraut vorið 2014
Skúlagata 19, 4. hæð.
Vinsamlega hafið samband við tengilið.

Erindin eru fyrir hádegi, frá kl. 10:00-12:00 .
a. Erindi kl. 10:00-10:55
Hlé kl. 10:55-11:05.
b. Erindi kl. 11:05-12:00.

1.-Mánudaginn 28. apríl.
a. Jafnvægi í daglegu lífi. Sólveig Gísladóttir iðjuþjálfi.
b. Hvernig nýtti ég endurhæfinguna? Fyrrverandi þátttakandi segir frá því.

2.-Mánudaginn 5. maí.
a. Næring og heilsa. Hrefna Þórðardóttir sjúkraþjálfari.
b. Gildi hreyfingar.  Ásdís, Ragnheiður og Hrefna sjúkraþjálfarar.

3.-Þriðjudaginn 13. maí.
a. Fjármál. Sigríður Anna Einarsdóttir og Björg Karlsdóttir félagsráðgjafar.
b. Svefninn. Helgi Jónsson geðlæknir.

4.-Mánudaginn 19 maí.
a. Markmið og gildi. Mikilvægi þess að setja sér markmið sem samræmist gildum. Sigurður Viðar sálfræðingur.
b. Hugsanavírusar-/skekkjur. Að greina hindrandi hugsanir. Sigríður Anna Einarsdóttir félagsráðgjafi.

5.-Mánudaginn 26. maí
a. Ferilskrá- uppbygging ferilskrár. Sigríður Anna Einarsdóttir félagsráðgjafi.
b. Atvinnuviðtalið-undirbúningur  og hugsanlegar spurningar. Sigríður Anna Einarsdóttir.

 

Aðalfundur Iðjuþjálfafélags Íslands

Föstudaginn 7. mars 2014 var haldið áhugavert málþing á vegum Iðjuþjálfafélags Íslands í húsnæði Janusar endurhæfingar. Afar góð mæting var eða hátt á annað hundrað manns. Mörg fræðandi erindi voru flutt, sem vöktu áhuga fundargesta.

Málþing

Batahvetjandi þjónusta í heilsugæslunni: Auður Axelsdóttir.

Félagsfærni barna: Harpa María Örlygsdóttir.

Staða iðjuþjálfunar innan starfsendurhæfingar á Íslandi: Kristín Siggeirsdóttir.

Fólk með skerta taugastarfsemi: Ingibjörg Ólafsdóttir, Hulda Þórey Gísladóttir og Erica do Carmo Ólason.

Frumkvöðlastarf: Bjargey Ingólfsdóttir.

Þróun iðjuþjálfunar á almennu sviði HH: Guðrún Hafsteinsdóttir.

Iðjuþjálfun á öldrunarheimilum: Sigurbjörg Hannesdóttir og Hildur Þráinsdóttir.

Notkun færni- og iðjumiðaðra matstækja í starfi með börnum: hver er ávinningurinn?

Björk Steingrímsdóttir, Þóra Leósdóttir, Þórunn R Þórarinsdóttir.

Samstarfsverkefni stjórnar félagsins og Iðjuþjálfunardeildar HA: Kristín Sigursveinsdóttir.

Í kjölfarið á málþinginu var aðalfundur Iðjuþjálfafélags Íslands haldinn og tókst hann einnig með ágætum, enda allt vel skipulagt af stjórninni og félögum tengdum henni.

Málþing fyrirlesarar

 

Heimsókn frá Atvinnutorgi Reykjavíkurborgar

Þann 13. desember s.l. kom fríður hópur frá Atvinnutorgi Reykjavíkurborgar í heimsókn til okkar til að kynna sér starfsemi Janusar endurhæfingar og segja okkur frá sínu starfi. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og þann áhuga sem þau sýna starfsemi okkar.

 

Síða 1 af 14

Dagatal Janusar

October 2014
S M T W T F S
28 29 30 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 1

Á döfinni

Mið okt 29, 2014 @13:00 - 03:00eh
ACT hópur "Að lifa með kvíða"
Fim okt 30, 2014 @13:00 - 03:00eh
Hópmeðferð HAM
Fös okt 31, 2014 @13:00 - 02:00eh
Kynningarfundur